fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
433Sport

Fær 2,7 milljarða í laun án þess að þurfa að vinna þá vinnu sem skiptir máli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er orðið ljóst að Mesut Özil spilar ekki með Arsenal á þessu ári, hann er hvorki skráður í hóp félagsins í Evrópudeildinni eða ensku úrvalsdeildinni.

Özil hefur ekkert spilað á þessu tímabili og hefur ekkert spilað frá því í byrjun mars, þessi launahæsti leikmaður félagsins er ekki í plönum Mikel Arteta.

Honum sárnar meðferðin mjög og sendi frá sér yfirlýsingu. „Það er erfitt að skrifa stuðningsmönnum Arsenal þessi skilaboð eftir að hafa verið hérna um langt skeið. Ég er sár yfir þeirri staðreynd að ég komist ekki í þennan hóp fyrir ensku úrvalsdeildina, ég skrifaði undir nýjan samning við Arsenal árið 2018 og vildi þar sanna ást mína og hollustu við félagið. Það særir mig að fá það sama ekki til baka, það er lítið traust,“ sagði Özil.

Á þessu tímabili frá 9 mars til 1 janúar mun Arsenal borga Özil 15,1 milljón punda í laun án þess að vilja nota hann á leikdegi. 2,7 milljarðar í laun og ef ekkert breytist í janúar gæti þessi tala hækkað hressilega fram til 1 júlí þegar samningur Özil er á enda.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“