Það er orðið ljóst að Mesut Özil spilar ekki með Arsenal á þessu ári, hann er hvorki skráður í hóp félagsins í Evrópudeildinni eða ensku úrvalsdeildinni.
Özil hefur ekkert spilað á þessu tímabili og hefur ekkert spilað frá því í byrjun mars, þessi launahæsti leikmaður félagsins er ekki í plönum Mikel Arteta.
Honum sárnar meðferðin mjög og sendi frá sér yfirlýsingu. „Það er erfitt að skrifa stuðningsmönnum Arsenal þessi skilaboð eftir að hafa verið hérna um langt skeið. Ég er sár yfir þeirri staðreynd að ég komist ekki í þennan hóp fyrir ensku úrvalsdeildina, ég skrifaði undir nýjan samning við Arsenal árið 2018 og vildi þar sanna ást mína og hollustu við félagið. Það særir mig að fá það sama ekki til baka, það er lítið traust,“ sagði Özil.
Á þessu tímabili frá 9 mars til 1 janúar mun Arsenal borga Özil 15,1 milljón punda í laun án þess að vilja nota hann á leikdegi. 2,7 milljarðar í laun og ef ekkert breytist í janúar gæti þessi tala hækkað hressilega fram til 1 júlí þegar samningur Özil er á enda.