fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
433Sport

„Að skilja fjölbreytileika er á allra ábyrgð“

Sóley Guðmundsdóttir
Föstudaginn 23. október 2020 21:30

Demi Stokes í leik með Manchester City. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú veist ekki eitthvað, lestu þig þá til um það,“ segir hin 28 ára gamla Demi Stokes, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins á vef BBC. Demi talaði fyrir hönd herferðarinnar „Ekkert pláss fyrir kynþáttafordóma“ á vegum ensku úrvalsdeildarinnar.

Demi segir það að tala um og skilja fjölbreytileika sé á ábyrgð allra. „Ef þú ert forvitin spurðu þá svörtu vini þína. Spurðu þrátt fyrir að þér líði kannski örlítið óþægilega með það.“ Hún segir mikilvægt að fólk kynni sér málið og berjist fyrir breytingum.

Demi bendir á að herferðir á samfélagsmiðlum séu góðar og að margir taki þátt. Það er þó ekki nóg að deila einni mynd og hætta svo, það þarf að láta boltann rúlla.

„Það þarf ekki að vera á hverjum degi en litlir hlutir geta breytt hugarfari eða hjálpað manni að skilja. Ég held að allir séu ábyrgir fyrir því að þrýsta á þetta. Allir eru ábyrgir fyrir því að hjálpa,“ segir Demi.

Varð fyrir kynþáttafordómum 8 ára

Demi varð fyrir kynþáttafordómum þegar hún var átta ára að spila sinn fyrsta fótboltaleik. Hún var í stelpu liði sem spilaði í stráka deild. Í umræddum leik lét hún dómara leiksins vita af kynþáttafordómunum. Dómari leiksins rak strákinn af velli.

„Ég man að hann grét undir lok leiks, hann kom til mín og baðst afsökunar. Kynþáttafordómar eru ekki í lagi sama hvort þú sért átta ára, 28 ára eða 40. Það skiptir ekki máli. Þetta er aldrei í lagi.

Enska úrvalsdeildin hefur útvegað kennsluefni fyrir meira en 18.000 grunnskóla á Englandi og í Wales þar sem markmiðið er að hvetja til umræðu um jafnrétti og mismunun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
433Sport
Í gær

Newcastle stal sigrinum í lokin

Newcastle stal sigrinum í lokin