Mikið hefur gengið á í herbúðum Barcelona undanfarna mánuði. Í sumar stóð stærsta stjarna liðsins, Lionel Messi, í miklum ádeilum við félagið.
Ádeilur hafa tekið sig upp að nýju á milli félagsins og Messi. Mirror segir frá því að Barcelona ætli að lækka laun leikmanna um 30% vegna áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag félagsins.
Messi er ekki eini leikmaður liðsins sem er ósáttur. Leikmenn liðsins eru á móti launalækkuninni og eru ósáttir við það hafa ekki verið með í ráðum. Ásamt Messi hafa stórstjörnurnar Sergio Roberto, Gerard Pique og Sergio Busquets skrifað undir bréf til félagsins. Þar segir að þeir munu ekki sætta sig við „brot á rétti þeirra.“
Þrátt fyrir vandræðin utan vallar hefur Barcelona farið vel af stað undir stjórn Ronald Koeman sem er á sínu fyrsta tímabili með liðið. Barcelona hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum tímabilsins.
Stórleikur er í spænsku deildinni á laugardaginn. Barcelona og Real Madrid eigast við í hinum svokallaða El Clasico.