fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
433Sport

Vandræðin halda áfram hjá Barcelona – Fjórar stjörnur sætta sig ekki við launalækkun

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 22. október 2020 19:36

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur gengið á í herbúðum Barcelona undanfarna mánuði. Í sumar stóð stærsta stjarna liðsins, Lionel Messi, í miklum ádeilum við félagið.

Ádeilur hafa tekið sig upp að nýju á milli félagsins og Messi. Mirror segir frá því að Barcelona ætli að lækka laun leikmanna um 30% vegna áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag félagsins.

Messi er ekki eini leikmaður liðsins sem er ósáttur. Leikmenn liðsins eru á móti launalækkuninni og eru ósáttir við það hafa ekki verið með í ráðum. Ásamt Messi hafa stórstjörnurnar Sergio Roberto, Gerard Pique og Sergio Busquets skrifað undir bréf til félagsins. Þar segir að þeir munu ekki sætta sig við „brot á rétti þeirra.“

Þrátt fyrir vandræðin utan vallar hefur Barcelona farið vel af stað undir stjórn Ronald Koeman sem er á sínu fyrsta tímabili með liðið. Barcelona hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Stórleikur er í spænsku deildinni á laugardaginn. Barcelona og Real Madrid eigast við í hinum svokallaða El Clasico.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði
433Sport
Í gær

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum
433Sport
Í gær

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“