Fyrstu leikjunum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar var að ljúka. Nokkrir Íslendingar voru í sviðsljósinu.
Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í byrjunarliði PAOK er þeir tóku á móti Omonia Nicosia frá Kýpur. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Albert Guðmundsson kom inn á undir lok leiks er lið hans AZ Alkmar heimsótti ítalska liðið Napoli. Leiknum lauk með 0-1 sigri AZ.
Rúnar Alex Rúnarsson var ónotaður varamaður þegar lið hans Arsenal heimsótti Rapid Wien til Austurríkis. Leiknum lauk með 1-2 sigri Arsenal.
PAOK 1 – 1 Omonia Nicosia
0-1 Eric Bauthéac (16′)
1-1 Thomas Murg (56′)
Napoli 0 – 1 AZ Alkmar
0-1 Dani De Wit (57′)
Rapid Wien 1 – 2 Arsenal
1-0 Taxiarchis Fountas (51′)
1-1 David Luiz (70′)
1-2 Pierre-Emerick Aubameyang (74′)