Mesut Özil leikmaður Arsenal gæti yfirgefið liðið á næstu dögum. Özil, sem var á sínum tíma dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, hefur ekkert spilað fyrir félagið í 229 daga eða síðan í mars samkvæmt The Sun.
Özil hefur hvorki verið í leikmannahópi liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Arsenal vill losna við leikmanninn sem fyrst.
Margar deildir eru enn með félagaskiptagluggana opna. MLS deildin í Bandaríkjunum stendur honum opin. Sumarglugginn lokar venjulega í ágúst en vegna Covid-19 lokar hann ekki fyrr en í lok október.
Félagaskiptaglugginn í Portúgal lokar þann 25. október og í Brasilíu er hann opinn til 9. nóvember. Einnig hefur verið sá orðrómu á kreiki að Özil flytji til Qatar. Það þyrfti að gerast hratt því glugginn þar í landi lokar einnig 25. október.
Mesut Özil hefur spilað 184 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim 33 mörk. Hann sendi frá sér tilkynningu þar sem hann sagði félagið sýna honum virðingarleysi. Þrátt fyrir það sagðist hann ætla að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.