fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Leikmenn Liverpool hafa átt erfitt með svefn eftir meiðsli Van Dijk

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 08:38

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í um helgina. Van Dijk sleit krossband í hné eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton en mikil reiði er í herbúðum Liverpool með þessa tæklingu.

Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Van Dijk verður frá en það gæti verið töluvert langur tími og segir David Ornstein hjá The Athletic að útilokað sé að Van Dijk spili meira á þessu tímabili. Varnarmaðurinn öflugi hefur verið í myndatökum til að skoða hvað gerðist og Ornstein segir að um sé að ræða meira en bara slitið krossband.

„Skaðinn er meiri en bara slitið krossband,“ sagði Ornstein í frétt sinni en segist ekki vera menntaður læknaður og geti því ekki farið nánar út í það.

Nú hefur svo Georginio Wijnaldum leikmaður Liverpool sagt frá því að leikmenn Liverpool hafi átt erfitt með svefn eftir jafnteflið gegn Everton, meiðsli Van Dijk og sigurmarkið sem var tekið af Jordan Henderson seint í leiknum hefur setið í leikmönnum.

„Þetta var öðruvísi en það sem er venjulegt eftir leik, hvernig þetta allt gerðist var erfitt fyrir okkur. Það líður öllum hálf illa ennþá,“ sagði Georginio Wijnaldum en liðið vann 0-1 sigur á Ajax í Meistaradeildinni í gær.

Hann segir að leikmenn Liverpool hafi ekki sofið eftir leikinn. „Enginn leikmaður liðsins gat sofið, það er erfitt að taka þessu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Einnar mínútu þögn fyrir leiki kvöldsins

Meistaradeild Evrópu: Einnar mínútu þögn fyrir leiki kvöldsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd af Eiði Smára vekur athygli – „Er þetta besta ljósmynd allra tíma?“

Mynd af Eiði Smára vekur athygli – „Er þetta besta ljósmynd allra tíma?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Bruno Fernandes – Skákar þeim allra bestu við

Mögnuð tölfræði Bruno Fernandes – Skákar þeim allra bestu við
433Sport
Í gær

Jökull varði mark Exeter City í stórsigri – Daníel Leó spilaði í tapi Blackpool

Jökull varði mark Exeter City í stórsigri – Daníel Leó spilaði í tapi Blackpool
433Sport
Í gær

Lampard: „Liðið er að spila vel“

Lampard: „Liðið er að spila vel“