fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Lagerback í hörkurifrildi í Noregi – Aldrei upplifað annað eins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback landsliðsþjálfari Noregs er að berjast í bökkum við að halda starfi sínu þar í landi eftir að hafa mistekist að koma liðinu inn á Evrópumótið í sumar.

Stjórn norska knattspyrnusambandsins segist treysta Lagerback til starfa en fjölmiðlar og sérfræðinga telja hann valtan í sessi.

Ekki hjálpar til að Lagerback reifst harkalega við Alexander Sörloth eina af stjörnum liðsins í síðasta verkefni. Framherjinn gagnrýndi leikstíl liðsins og undirbúning Lagerback fyrir leikinn gegn Serbíu í umspili um laust sæti á EM. Þar tapaði Noregur og draumurinn um Evrópumótið gekk ekki upp.

Alexander Sörloth sá eftir því að hafa rifist við Lagerback og baðst afsökunar degi síðar. „Ég skil vel að skoðanir á leiknum eru misjafnar, Alexander var hins vegar með ásakanir sem snérust ekki bara um hvernig fótbolta við spiluðum. Hann sagði aðstoðarmann minn óhæfan í starfi og hafði sömu sögu að segja um mig, þar talaði hann um stjórnun og fótboltann,“ sagði Lagerback um málið.

„Ég hef aldrei upplifað svona á mínum 30 árum í starfi, að leikmenn fari svona yfir strikið. ÉG hef rætt við marga leikmenn en ég hef aldrei komist nálægt svona máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah klár á morgun eftir stutta baráttu við COVID-19

Salah klár á morgun eftir stutta baráttu við COVID-19
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lyktaði eins og áfengistunna þegar hann keyrði á tvo bíla

Lyktaði eins og áfengistunna þegar hann keyrði á tvo bíla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Rosaleg sóknarlína

Lið helgarinnar í enska – Rosaleg sóknarlína
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur City með tíu ára plan fyrir Messi ef hann kemur 34 ára til félagsins

Eigendur City með tíu ára plan fyrir Messi ef hann kemur 34 ára til félagsins
433Sport
Í gær

Wolves náði stigi gegn Southampton

Wolves náði stigi gegn Southampton
433Sport
Í gær

Þjálfari Burnley ánægður með spilamennskuna – „Við vorum með stjórn á leiknum“

Þjálfari Burnley ánægður með spilamennskuna – „Við vorum með stjórn á leiknum“
433Sport
Í gær

Jóhann Berg spilaði í fyrsta sigri tímabilsins

Jóhann Berg spilaði í fyrsta sigri tímabilsins
433Sport
Í gær

Messi ekki með Barcelona í Meistaradeildinni á morgun

Messi ekki með Barcelona í Meistaradeildinni á morgun