fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
433Sport

Lagerback í hörkurifrildi í Noregi – Aldrei upplifað annað eins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback landsliðsþjálfari Noregs er að berjast í bökkum við að halda starfi sínu þar í landi eftir að hafa mistekist að koma liðinu inn á Evrópumótið í sumar.

Stjórn norska knattspyrnusambandsins segist treysta Lagerback til starfa en fjölmiðlar og sérfræðinga telja hann valtan í sessi.

Ekki hjálpar til að Lagerback reifst harkalega við Alexander Sörloth eina af stjörnum liðsins í síðasta verkefni. Framherjinn gagnrýndi leikstíl liðsins og undirbúning Lagerback fyrir leikinn gegn Serbíu í umspili um laust sæti á EM. Þar tapaði Noregur og draumurinn um Evrópumótið gekk ekki upp.

Alexander Sörloth sá eftir því að hafa rifist við Lagerback og baðst afsökunar degi síðar. „Ég skil vel að skoðanir á leiknum eru misjafnar, Alexander var hins vegar með ásakanir sem snérust ekki bara um hvernig fótbolta við spiluðum. Hann sagði aðstoðarmann minn óhæfan í starfi og hafði sömu sögu að segja um mig, þar talaði hann um stjórnun og fótboltann,“ sagði Lagerback um málið.

„Ég hef aldrei upplifað svona á mínum 30 árum í starfi, að leikmenn fari svona yfir strikið. ÉG hef rætt við marga leikmenn en ég hef aldrei komist nálægt svona máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Piers Morgan sendir Özil kaldar kveðjur – „Ég get ekki beðið eftir því að sjá á eftir þessum lata kúgara“

Piers Morgan sendir Özil kaldar kveðjur – „Ég get ekki beðið eftir því að sjá á eftir þessum lata kúgara“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Finnur til með Özil – Ekki hægt að kenna honum um stöðuna þegar félagið réði ferðinni

Finnur til með Özil – Ekki hægt að kenna honum um stöðuna þegar félagið réði ferðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi
433Sport
Í gær

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina

Líkur á að Alfreð spili sinn fyrsta leik í ár um helgina
433Sport
Í gær

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United

Carragher velur draumalið með leikmönnum Liverpool og United