fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Jóhann Ingi eftir ákvörðunina: „Við erum öll al­manna­varn­ir, bara aðeins minna þegar mikið er und­ir“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið fram hjá knattspyrnuáhugafólki að það eru skiptar skoðanir um ákvörðun stjórnar KSÍ að halda leik áfram á Íslandsmótunum í knattspyrnu. KSÍ hefur nú gefið sér til 1 desember að klára öll mót og stefnt er á það að síðasti leikurinn í efstu deild karla fari fram 30 nóvember, aðrar deildir klárast fyrr. Kórónuveiran hefur haft þau áhrif að fótboltinn er nú í pásu.

Jóhann Ingi Hafþórsson blaðamaður á Morgunblaðinu fagnar þessari ákvörðun og skoðar stöðu mála, af hverju höfðu svona mörg lið áhuga á að blása mótin af? „Þær ánægju­legu frétt­ir bár­ust í vik­unni úr höfuðstöðvum KSÍ að sam­bandið stefni á að ljúka Íslands­mót­inu 2020, að því gefnu að tak­mark­an­ir á æf­ing­um og keppni verði af­numd­ar eigi síðar en 3. nóv­em­ber næst­kom­andi. Það er vel, ég þigg meiri fót­bolta,“ skrifar Jóhann í Morgunblað dagsins.

Jóhann bendir á þá staðreynd að lið sem hafa hag af því að blása mótin af hafi talað þannig, á sama tíma vilja þeir sem hagsmuni hafa af því að halda áfram viljað spila.

„Fram­kvæmda­stjóri knatt­spyrnu­deild­ar Vík­ings í Ólafs­vík tjáði sig í vik­unni og vildi hann að mótið yrði blásið af. „Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur oft verið bent á að öll séum við al­manna­varn­ir og að hver og einn þurfi að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í bar­átt­unni gegn þess­ari veiru,“ skrifaði hann. Það er gott og vel, en svo viður­kenndi hann að ef liðið væri í fallsæti væri skoðun hans önn­ur. Þá væru sótt­varn­ir ef­laust ekki of­ar­lega á blaði.

Jóhann segir að allir tali um sig sem almannavarnir en svo komi hagsmunirnir hjá þínu liði í ljós. „Við erum öll al­manna­varn­ir, bara aðeins minna þegar mikið er und­ir hjá fót­boltaliðinu þínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“