Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn þegar lið hans CSKA Moskva heimsótti Wolfsberger AC í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn fór fram í Austurríki.
Lokatölur leiksins urðu 1-1 jafntefli. CSKA Moskva skoraði fyrsta mark leiksins strax á fimmtu mínútu. Heimamenn jöfnuðu stuttu fyrir hálfleik úr vítaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og fá liðin sitthvort stigið.
Næst verður leikið í Evrópudeildinni þann 29. október.
Wolfsberger AC 1 – 1 CSKA Moskva
0-1 Adolf Gaich (5′)
1-1 Michael Liendl (42′)(Vítaspyrna)