fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Real Madrid tapaði gegn vængbrotnu liði Shakhtar

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 18:51

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum af átta er lokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Í B-riðli tapaði Real Madrid tapaði óvænt 2-3 fyrir vængbrotni liði Shakhtar Donetsk. Fjölmargir leikmenn Shaktar gátu ekki tekið þátt í leiknum sökum Covid-19 veirunnar. Þá gerðu Salzburg og Lokomotiv Moskva 2-2 jafntefli í A-riðli.

B-riðill

Real Madrid tók á móti Shakhtar Donetsk í Madríd.

Shaktar komst yfir með marki á 29. mínútu. Raphael Varane varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu.

Á 42. mínútu bætti Manor Solomon síðan við þriðja marki Shakhtar. Staðan þegar flautað var til hálfleiks því 0-3 fyrir gestina.

Leikmenn Real Madrid hresstust í seinni hálfleik. Luka Modric minnkaði muninn fyrir Real með marki á 54. mínútu.

Aðeins fimm mínútum síðar bætti Vinicius Junior síðan við öðru marki heimamanna. Nær komust þeir þó ekki. 2-3 óvæntur sigur Shakhtar því staðreynd.

A-riðill

Salzburg tók á móti Lokomotiv Moskva á Red Bull Arena í Austurríki. Gestirnir komust yfir með marki frá Eder á 19. mínútu.

Heimamenn í Salzburg náðu þó að snúa stöðunni sér í vil með tveimur mörkum á 45. og 50 mínútu.

Þannig stóðu leikar alveg þangað til á 75. mínútu er Vitali Lisakovich jafnaði leikinn fyrir Lokomotiv Moskvu. Fleiri mörk voru ekki skoruð, niðurstaðan 2-2 jafntefli.

 

A-riðill
Salzburg 2 – 2 Lokomotiv Moskva
0-1 Eder (’19)
1-1 Dominik Szoboszlai (’45)
2-1 Zlatko Junuzovic (’50)
2-2 Vitali Lisakovich (’75)

B-riðill
Real Madrid 2 – 3 Shakhtar Donetsk 
0-1 Tete (’29)
0-2 Raphael Varane (’33, sjálfsmark)
0-3 Manor Solomon (’42)
1-3 Luka Modric (’54)
2-3 Vinicius Junior (’59)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Í gær

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Í gær

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli