fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Real Madrid tapaði gegn vængbrotnu liði Shakhtar

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 18:51

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum af átta er lokið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Í B-riðli tapaði Real Madrid tapaði óvænt 2-3 fyrir vængbrotni liði Shakhtar Donetsk. Fjölmargir leikmenn Shaktar gátu ekki tekið þátt í leiknum sökum Covid-19 veirunnar. Þá gerðu Salzburg og Lokomotiv Moskva 2-2 jafntefli í A-riðli.

B-riðill

Real Madrid tók á móti Shakhtar Donetsk í Madríd.

Shaktar komst yfir með marki á 29. mínútu. Raphael Varane varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 33. mínútu.

Á 42. mínútu bætti Manor Solomon síðan við þriðja marki Shakhtar. Staðan þegar flautað var til hálfleiks því 0-3 fyrir gestina.

Leikmenn Real Madrid hresstust í seinni hálfleik. Luka Modric minnkaði muninn fyrir Real með marki á 54. mínútu.

Aðeins fimm mínútum síðar bætti Vinicius Junior síðan við öðru marki heimamanna. Nær komust þeir þó ekki. 2-3 óvæntur sigur Shakhtar því staðreynd.

A-riðill

Salzburg tók á móti Lokomotiv Moskva á Red Bull Arena í Austurríki. Gestirnir komust yfir með marki frá Eder á 19. mínútu.

Heimamenn í Salzburg náðu þó að snúa stöðunni sér í vil með tveimur mörkum á 45. og 50 mínútu.

Þannig stóðu leikar alveg þangað til á 75. mínútu er Vitali Lisakovich jafnaði leikinn fyrir Lokomotiv Moskvu. Fleiri mörk voru ekki skoruð, niðurstaðan 2-2 jafntefli.

 

A-riðill
Salzburg 2 – 2 Lokomotiv Moskva
0-1 Eder (’19)
1-1 Dominik Szoboszlai (’45)
2-1 Zlatko Junuzovic (’50)
2-2 Vitali Lisakovich (’75)

B-riðill
Real Madrid 2 – 3 Shakhtar Donetsk 
0-1 Tete (’29)
0-2 Raphael Varane (’33, sjálfsmark)
0-3 Manor Solomon (’42)
1-3 Luka Modric (’54)
2-3 Vinicius Junior (’59)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“