fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 21:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór af stað í kvöld með átta leikjum. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-2 útisigur á PSG í Frakklandi. Lazio vann 3-1 sigur á Dortmund og Barcelona átti ekki í vændræðum með sinn mótherja. Lesið um öll úrslit kvöldsins hér:

H-riðill
Manchester United vann sterkan 1-2 útisigur á PSG í Frakklandi. Bruno Fernandes kom gestunum frá Manchester yfir með marki úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Á 55. mínútu varð Anthony Martial fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því orðin 1-1. Marcus Rashford tryggði Manchester United sterkan sigur með marki á 87. mínútu.

Þýska liðið RB Leipzig vann tyrkneska liði Istanbul Basaksehir 2-0. Angelino skoraði bæði mörk RB Leipzig. Leikið var á Red Bull Arena í Leipzig.

G-riðill
Dinamo Kiyv reyndist ekki mikil fyrirstaða fyrir Juventus. Alvaro Morata skoraði bæði mörk Juventus í 0-2 sigri. Leikið var í Kænugarði í Úkraínu.

Sömu sögu var að segja í Barcelona þar sem heimamenn unnu ungverska liðið Ferencvaros örugglega. Lokatölur á Camp Nou 5-1 sigur Barcelona

F-riðill
Club Brugge gerði góða ferð til Rússlands og vann 1-2 útisigur á Zenit. Staðan var 1-1 á 90. mínútu en þá skoraði Charles De Ketelare sigurmarkið fyrir belgíska liðið.

Lazio vann sterkan heimasigur á þýska liðinu Dortmund. Lazio komst í stöðuna 2-0 áður en Erling Braut Haaland minnkaði muninn fyrir gestina. Jean Akpo innsiglaði 3-1 sigur Lazio með marki á  76. mínútu.

E-riðill
Chelsea tók á móti Sevilla á Stamford Bridge í Lundúnum. Leikar enduðu með markalausu jafntefli.

Rennes frá Frakklandi og rússneska liðið Krasnodar gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi. Heimamenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Cristian Ramirez tryggði Krasnodar þó stig með marki á 59. mínútu.

 

H-Riðill
PSG 1 – 2 Manchester United
0-1 Bruno Fernandes (’24, víti)
1-1 Anthony Martial (’55, sjálfsmark)
1-2 Marcus Rashford (’87)

RB Leipzig 2 – 0 Istanbul Basaksehir
1-0 Angelino (’16)
2-0 Angelino (’20)

G-Riðill
Dynamo Kyiv 0 – 2 Juventus
0-1 Alvaro Morata (’46)
0-2 Alvaro Morata (’84)

Barcelona 5 – 1 Ferencvaros
1-0 Lionel Messi (’27, víti)
2-0 Ansu Fati (’42)
3-0 Philippe Coutinho (’52)
3-1 Igor Kharatin (’70, víti)
4-1 Pedri (’82)
5-1 Ousmane Dembele (’89)
Rautt spjald: Gerard Pique, Barcelona (’68)

F-Riðill
Zenit 1 – 2 Club Brugge
0-1 Emmanuel Dennis (’63)
1-1 Ethan Horvath (’74, sjálfsmark)
1-2 Charles De Ketelaere (’90)

Lazio 3 – 1 Borussia Dortmund
1-0 Ciro Immobile (‘6)
2-0 Marwin Hitz (’23, sjálfsmark)
2-1 Erling Braut Haaland (’71)
3-1 Jean-Daniel Akpa Akpro (’76)

E-Riðill
Chelsea 0 – 0 Sevilla

Rennes 1 – 1 FC Krasnodar
1-0 Sehrou Guirassy, víti (’56)
1-1 Cristian Ramirez (’59)

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði