Hópsýking af COVID-19 veirunni hefur komið upp í herbúðum AZ Alkmaar í Hollandi þar em Albert Guðmundsson leikur með félaginu.
Ekki kemur fram hvaða leikmenn félagsins eru með veiruna eða hversu margir en AZ á Evrópuleik gegn Napoli á fimmtudag.
AZ lék um helgina í hollensku úrvalsdeildina og leikmenn voru svo prófaðir fyrir veirunni í gær þar sem veiran greindist í fjölda aðila.
Albert var ónotaður varamaður hjá AZ um helgina en hann átti góða spretti með íslenska landsliðinu gegn Belgum í síðustu viku.