fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 09:13

Svandís Svavarsdóttir Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur í ljós í dag hvaða skref Knattspyrnusamband Íslands tekur um framtíð fótboltans og hvort stefnt verði að því að klára Íslandsmótin í knattspyrnu eða blása mótin af. Fundað hefur verið stíft í höfuðstöðvum KSÍ síðustu daga. Ekki verður hægt að hefja leik fyrr en í byrjun nóvember í fyrsta lagi miðað við núverandi regluverk.

Ekki virðist vera einhugur í stjórn KSÍ um hvaða skref sé best, í reglugerð KSÍ kemur fram að stefnt sé að klára öll mót fyrir 1 desember, vegna kórónuveirunnar hafa mótin verið í pásu í rúmar tvær vikur. Talsverð pressa hefur verið á sambandið að blása mótin af en meirihluti hefur þó viljað reyna að klára mótin í stjórn KSÍ samkvæmt heimildum.

Gagnrýni hefur verið á það að ekki sé hægt að stunda keppnisíþróttir á Íslandi á meðan flest önnur lönd hafa haldið sjó þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að verið væri að koma í veg fyrir hópamyndun með því að banna keppnisíþróttir á Íslandi. Harðar takmarkanir eru í gangi á Íslandi þessa dagana vegna veirunnar og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem stærstu hluti smita hefur greinst í þessari þriðju bylgju.

Þá virðist sem svo að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra að opna líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu á þessum tímapunkti en banna æfingar íþróttafélaga með eðlilegum hætti og keppnisíþróttir hafi reitt marga til reiði. Ákvörðunin var þvert gegn vilja Þórólfs. Þannig er leyfilegt að mæta í ræktina en knattspyrnufólk í höfuðborginni má ekki senda bolta á milli sín sem dæmi. „Það kom að því…á morgun mega þeir sem eru fæddir eftir aldarmót æfa boltaíþrótt án bolta utandyra með augnsambandi, grímu og 2 metrum í póstnumerum 101, 102 og 220,“ skrifar Tryggvi Haraldsson sem er einn af mörgum sem skilur ekki regluverkið sem nú er í gangi vegna veirunnar.

Margt bendir til þess að KSÍ muni reyna að klára mótin, þannig les Þórir Hákonarson fyrrum framkvæmdarstjóri KSÍ í spilin. „Niðurstaðan? Mótahaldi frestað til 3.nóv, þegar núgildandi sóttvarnarreglur falla úr gildi, fyrstu leikir 7 eða 8.nóv. Beðið átekta,“ skrifar Þórir.

Ragnheiður Linnet skilur ekki ákvörðun Svandísar að banna venjulega fótboltaæfingar á meðan hún gefur grænt ljós á að opna líkamsræktarstöðvar. Sú ákvörðun var alfarið Svandísar en Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir lagðist gegn því. „Hvað rugl er þetta?! Vel þekkt að smit hafa komið upp í líkamsræktarstöðvum en knattspyrnumenn mega ekki senda bolta á milli sín,“ skrifar Ragnheiður.

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í samráði við almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um framlengingu á lokunum á íþróttamannvirkjum til 3. nóvember næstkomandi og því óvíst hvaða íþróttafélög geta haldið úti æfingum.

Þorlákur Árnason knattspyrnuþjálfari í Hong Kong sparar ekki stóru orðin. „Sömu skilyrði í ræktinni og í íþróttunum. Þetta er einn mesti farsi síðari ára.“

Fjöldi fólks hefur skoðun á þessu máli eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rifist um treyjunúmer Özil – Verður líklegast tilkynntur sem leikmaður Fenerbache á morgun

Rifist um treyjunúmer Özil – Verður líklegast tilkynntur sem leikmaður Fenerbache á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Thiago Silva í vandræðum – Gæti verið á leiðinni í bann

Thiago Silva í vandræðum – Gæti verið á leiðinni í bann
433Sport
Í gær

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson
433Sport
Í gær

Rúrik Gíslason tekur þátt í Allir Geta Dansað í Þýskalandi

Rúrik Gíslason tekur þátt í Allir Geta Dansað í Þýskalandi