fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Þórólfur svaraði fyrir ákvörðun sem vekur furðu margra: „Við erum að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. október 2020 11:39

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd: Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að verið sé að koma í veg fyrir hópamyndun með því að banna keppnisíþróttir á Íslandi. Ísland er eitt fárra landa í Evrópu sem ekki heimilar keppnisíþróttir á tímum COVID-19 og vekur það spurningar hjá fólki. Harðar takmarkanir eru í gangi á Íslandi þessa dagana vegna veirunnar og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem stærstu hluti smita hefur greinst í þessari þriðju bylgju.

Knattspyrna er spiluð í nánast öllum löndum Evrópu þessa dagana fyrir utan Ísland og Tékkland, þannig geta Færeyingar haldið sínu starfi áfram þrátt fyrir að vera ekki með atvinnumannadeild. Það sama á við um handboltann eins og Guðjón Guðmundsson fréttamaður á Stöð2 sagði frá.

„Það er verið að spila handbolta alls staðar í Evrópu nema á Íslandi og í Tékklandi. Eitthvað vitlaust gefið á Íslandi,“ skrifaði Gaupi.

Þórólfur sagði að verið væri að koma í veg fyrir hópamyndun með því að banna keppnisíþróttir þessa dagana. „Grunnurinn er þessi, við erum að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Ég er ekki viss um að við séum eina landið sem bannar það, það er grunnurinn í þessu að koma í veg fyrir hópamyndun,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag.

Mikil ólga er í heimi fótboltans á Íslandi, margir vilja komast út á völl og sérstaklega þegar horft er í löndin í kringum sig þar sem hægt er að spila. „Efsta deild td í knattspyrnu hér á landi er orðinn hálfgerð atvinnumannadeild. Ekki minni amk en td 1,2 deild í Skandinavíu. Verðum að komast upp úr þessum hjólförum að allt sé áhugamennska hér,“ segir Edvard Börkur Edvardsson formaður Vals á Twitter um málið. Þannig eru neðri deildir í mörgum löndum í gangi sem flokkast ekki sem atvinnumannadeildir.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra og stjórnandi Almannavarna hafði þetta að segja um málið,, Það er í nokkuð mörgum löndum sem það er bannað en það eru atvinnumannadeildir sem fá að vera í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“