fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Hemmi Hreiðars heldur starfinu áfram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. október 2020 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hermann tók við þjálfun Þróttar í sumar og fyrir lokaumferðirnar, er Þróttur Vogum í þriðja sæti 2. deildar.

Þróttur hefur unnið 11 af 16 deildarleikjum undir hans stjórn, tapað aðeins 2 leikjum og eru í harðri toppbaráttu þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.

„Ég er ánægður í dag“, sagði Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar Vogum. „Hermann er metnaðarfullur og faglegur í allri sinni vinnu og viðhorfi til félagsins. Það ríkir mikil ánægja með hans störf meðal leikmanna, stjórnarliða sem og allra Vogabúa“ Þrátt fyrir mikla óvissu með mótamálin þá erum við staðráðin að halda áfram á sömu braut hver svo sem ákvörðun KSÍ verður með framhaldið“, sagði Marteinn að lokum.

„Það tókst að kveikja vel í þessu í sumar, það er frábært að fá að starfa með öllu þessu fólki sem brennur af ástríðu fyrir félagið og samfélagið. Þrátt fyrir að tveir leikir séu eftir og mikil óvissa með framhaldið þá er árangurinn til þessa frábær, ég á ekki von á öðru en með stuðningi bæjarbúa og annara þá höldum við áfram þeirri vinnu á næsta ári,“ sagði Hermann Hreiðarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Diego Maradona látinn 60 ára að aldri

Diego Maradona látinn 60 ára að aldri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vísa því á bug að Guðni og Borghildur hafi verið vanhæf

Vísa því á bug að Guðni og Borghildur hafi verið vanhæf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki búist við öðru en að Rúnar Alex byrji hjá Arsenal á morgun

Ekki búist við öðru en að Rúnar Alex byrji hjá Arsenal á morgun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haaland hefur skákað mörgum goðsögnum við aðeins tvítugur að aldri

Haaland hefur skákað mörgum goðsögnum við aðeins tvítugur að aldri