fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. október 2020 14:30

Eiginkona Robinho stendur enn við hlið hans. Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orthopride sem er einn stærsti styrktaraðili Santos í Brasilíu rifti samningi sínum við félagið eftir að samið var við Robinho í síðustu viku, fyrirtækið segist gera þetta af virðingu við kvennfólk. Robinho fyrrum framherji Manchester City hefur samið við uppeldisfélag sitt Santos í heimalandinu, Brasilíu. Þessi 36 ára sóknarmaður hefur ekki spilað fótbolta síðustu mánuði.

Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu árið 2017 fyrir aðild að hópnauðgun á stúlku frá Albaníu sem átti sér stað árið 2013. Robinho hefur hins vegar aldrei þurft að sitja inni en áfrýjun hans er enn í kerfinu. Robinho var dæmdur sekur vegna skilaboða í síma hans, þar sem hann talaði um að stúlkan hefði verið ofurölvi.

Robinho hefur ákveðið að stíga fram í viðtali og ræða málið í fyrsta sinn, hann segist ekki hafa nauðgað stúlkunni. „Þegar hún kom til mín og byrjaði að spjalla, þá var hún ekki ölvuð. Hún mundi nafn mitt, hún vissi hver ég væri. Ofurölvi einstaklingur man ekki svona hluti,“ sagði Robinho.

Robinho segir eftirsjá sína vera að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Vivian en þau hafa verið gift frá árinu 2009. „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá henni, þar liggur mín eftirsjá. Það er mikið af fréttum í blöðum til að reyna að selja þau, frá árinu 2013 hef ég breyst mikið og það til hins betra.“

„Hvaða mistök gerði ég? Hvaða glæp framdi ég? Ég gerði þau mistök að halda framhjá, ég nauðgaði ekki neinum eða misnotaði ekki neina stelpu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“