fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. október 2020 13:30

Mynd/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, knattspyrnukona í Breiðablik fékk þann 25. júní símtal frá hjúkrunarfræðingi. Hjúkrunarfræðingurinn hringdi í Andreu til að segja henni að hún væri með Covid-19. Þá hafði Andrea nýlega verið búin að keppa tvo leiki í efstu deild kvenna ásamt því að hafa farið í tvær útskriftarveislur.

Andrea hafði komið úr námi sínu í Bandaríkjunum og farið í skimun á Keflavíkurflugvelli, hún var ekki mæld með veiruna í sér. Nokkrum dögum síðar fékk Andrea skilaboð frá Bandaríkjunum, vinkona hennar sem hún bjó með úti hafði greinst með veiruna. Andrea fór því aftur í skimun og þá greindist veiran í henni.

„Ég kem heim og held að allt sé í góðu lagi. Greinist svo með COVID-19 nokkrum dögum síðar eftir að ég heyri að vinkona mín sem ég bjó með úti var með COVID-19. Ég var ekki með nein einkenni og búin að fá grænt ljós að ég mætti ferðast,“ sagði Andrea í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV

Andrea fékk áfall þegar síminn hennar hringdi. „Að fá símtalið sem sumir Íslendingar eru búnir að fá, það er ákveðið áfall að sjá númerið á símanum, þetta eru ekki skilaboð eða eitthvað frá Heilsuveru. Þetta er símtal og þetta er númer. Maður þekkir ekki þetta númer en veit nákvæmlega hvað er að fara að gerast.“

Andrea vissi að smit hennar yrði til þess að Íslandsmót kvenna yrði sett í pásu. „Ég vissi nákvæmlega hvað var að fara að gerast og hvað var í gangi. Mótið yrði bara sett í bið. Ég vissi það alveg. Ég vissi að ég var að fara að senda fjöldan allan af fólki í sóttkví,“

Andrea átti svo erfitt með svefn á meðan fólk í kringum hana beið eftir niðurstöðu úr skimun. „Ég átti erfitt með að heyra að þessir þrír sem ég smitaði fengu jákvætt. Mér fannst það bara hræðileg,“ sagði Andrea við RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“