fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Aguero ekki refsað fyrir að rífa í aðstoðardómara

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 18. október 2020 11:15

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kun Aguero, leikmaður Manchester City mun ekki fá refsingu fyrir að hafa rifið í aðstoðardómarann Sian Massey-Ellis í leik City við Arsenal í gær.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í atvikið á fréttamannafundi eftir leik liðanna í gær.

,,Virkilega? Aguero er ein viðkunnanlegasta manneskja sem ég hef kynnst. Leitið að vandamálum í öðrum málum, ekki þessu,“ sagði Guardiola við fréttamenn.

Micah Richards, fyrrverandi samherji Aguero hjá Manchester City, tjáði sig um atvikið á SkySports.

,,Hann hefði geta sleppt því að gera þetta. Þú verður að bera virðingu fyrir dómurum leiksins. Mér finnst hún (aðstoðardómarinn) taka vel á þessu atviki í leiknum,“ sagði Micah Richards.

Þá tjáði þingmaður breska þingsins Dr Rosena Allin-Khan, sig um málið á Twitter.

,,Hver heldur Aguero að hann sé? Þetta er óásættanlegt,“ stóð í færslu þingmannsins.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United