fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Solskjær gaf sér andrými með þremur mörkum undir lok leiks

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. október 2020 20:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær þarf ekki að óttast um starf sitt hjá Manchester United í bili eftir sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eftir 1-6 tap á heimavelli var pressa á United fyrir leikinn en ballið byrjaði ekki vel, Luke Shaw setti boltann í eigið net eftir tveggja mínútna leik.

United tók völdin á vellinum eftir það og var sterkari aðilinn, það skilaði sér í marki frá fyrirliðanum Harry Maguire sem hafði átt erfiða daga en svaraði innan vallar.

United fékk í síðari hálfleik mjög ódýra VAR vítaspyrnu sem Bruno Fernandes klikkaði á. Fernandes gafst ekki upp og kom United yfir á 86 mínútu. Donny van de Beek kom boltanum fram völlinn og þaðan barst hann til Rashford sem lagði boltann snyrtilega á Bruno sem kláraði vel.

Aaron Wan-Bissaka kom svo United í 3-1 með frábæru marki á 90 mínútu leiksins, þrumuskot og stigin þrjú í höfn.

Marcus Rashford bætti svo við fjórða markinu á 96 mínútu eftir laglega sendingu frá Bruno Fernandes. Mikilvæg þrjú stig fyrir United en liðið er með sex stig eftir fjóra leiki.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron Einar skoraði í sigri Al Arabi – Komnir í úrslitin

Aron Einar skoraði í sigri Al Arabi – Komnir í úrslitin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Það koma stærri próf fyrir Rúnar Alex en hann stóðst þetta án vandræða“

„Það koma stærri próf fyrir Rúnar Alex en hann stóðst þetta án vandræða“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eistun hafa verið til vandræða fyrir James

Eistun hafa verið til vandræða fyrir James
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reglur um samkomutakmarkanir mölbrotnar á Hlíðarenda í gær – Sjáðu myndskeiðið

Reglur um samkomutakmarkanir mölbrotnar á Hlíðarenda í gær – Sjáðu myndskeiðið
433Sport
Í gær

Goðsögn horfði spennt á Rúnar

Goðsögn horfði spennt á Rúnar
433Sport
Í gær

Rúnar Alex byrjar í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal

Rúnar Alex byrjar í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega