fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Byrjaði með raunveruleikastjörnu í útgöngubanni – „Stelpur koma upp að henni á götunni“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. október 2020 15:30

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cameron McGeehan hélt að dagar hans í London væru taldir eftir að Chelsea vildi losna við hann þegar hann var 16 ára gamall. Þó svo að hann skori ekki lengur innan vallar í London þá gerir hann það svo sannarlega utan vallar.

McGeehan gekk til liðs við Chelsea þegar hann var aðeins 10 ára gamall en Chelsea keypti hann af Fulham. McGeehan spilaði á sínum tíma með strákum sem áttu eftir að verða stjörnur í ensku úrvalsdeildinni eins og Nathan Aké, Ruben Loftus-Cheek og Andreas Christensen.

Þrátt fyrir það fékk McGeehan ekki tækifæri í efstu deild en hann spilaði í Championship deildinni með Barnsley. Þar var hann þangað til í sumar en þá fór McGeehan til Belgíu þar sem hann gekk til liðs við KV Oostende.

Vegna kórónuveirunnar var útgöngubann í Bretlandi í vor og það var þá sem McGeehan byrjaði með Tiffany Watson, sem kemur einmitt frá Chelsea hverfinu í London. Tiffany leikur í raunveruleikaþáttunum Made in Chelsea og talaði McGeehan um það í viðtali við The Sun.

„Ég hef horft á þáttinn nokkrum sinnum og það er frekar fyndið að sjá kærustuna sína í sjónvarpinu – þetta er áhugaverður ferill sem hún hefur,“ sagði McGeehan. „Stelpur koma upp að henni á götunni og segja henni hvað hún er frábær, sem er gaman að sjá. Ég er mjög heppinn að hafa hitt hana og okkur gengur vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær
Hartman í Val