fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Rifta samningi eftir að samið var við stjörnu sem dæmd hefur verið kynferðisbrot

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. október 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orthopride sem er einn stærsti styrktaraðili Santos í Brasilíu hefur rift samningi sínum við félagið eftir að samið var við Robinho í síðustu viku, fyrirtækið segist gera þetta af virðingu við kvennfólk.

Robinho fyrrum framherji Manchester City hefur samið við uppeldisfélag sitt Santos í heimalandinu, Brasilíu. Þessi 36 ára sóknarmaður hefur ekki spilað fótbolta síðustu mánuði.

Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu árið 2017 fyrir aðild að hópnauðgun á stúlku frá Albaníu sem átti sér stað árið 2013. Robinho hefur hins vegar aldrei þurft að sitja inni.

Robinho vildi hjálpa uppeldisfélaginu sem gengur í gegnum erfiðleika fjárhagslega. Robinho þénaði eitt sinn 28 milljónir á viku hjá Manchester City, til að hjálpa Santos fær Robinho nú aðeins 36 þúsund krónu í laun á viku.

Hann fær hins vegar vel borgað ef hann spilar nokkra leiki, þannig fær Robinho 7 milljónir íslenskra króna fyrir tíu spilaða leiki og sömu upphæð ef hann spilar fimm til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu samanburðinn – Liverpool með og án Van Dijk

Sjáðu samanburðinn – Liverpool með og án Van Dijk
433Sport
Í gær

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis
433Sport
Í gær

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk
433Sport
Í gær

Viðar Örn skoraði tvö mörk í íslendingaslag

Viðar Örn skoraði tvö mörk í íslendingaslag
433Sport
Í gær

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma