fbpx
Laugardagur 31.október 2020
433Sport

Fullyrt að Þorgrímur hafi keyrt landsliðsmenn í myndatöku þvert á reglur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. október 2020 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þogrímur Þráinsson starfsmaður íslenska landsliðsins hefur verið á milli tannana á fólki eftir að hann greindist með COVID-19 veiruna á mánudag. Veiruna fékk Þorgrímur á meðan verkefni landsliðsins stóð og allt starfslið landsliðsins fór í sóttkví vegna þess

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Þorgrímur hefði gerst sekur um brot á sóttvarnarreglum þegar hann faðmaði leikmenn og starfslið KSÍ eftir sigurinn á Rúmeníu fyrir rúmri viku.

Meira:
Fullyrt að Þorgrímur hafi brotið sóttvarnarreglur með faðmlagi á Laugardalsvelli

Þar var vitnað í reglur UEFA og sagt frá því að Þorgrímur hafi ekki verið á skýrslu í leiknum og því hafi honum ekki verið heimilt að fara inn á leikvöllinn að leik loknum. Nokkrum dögum eftir að Þorgrímur hafði brotið þessar reglur greindist hann með COVID-19 veiruna.

Fréttablaðið heldur áfram að fjalla um málið í blaði sínu í dag og er því haldið fram að Þorgrímur hafi brotið reglur í aðdraganda leiksins þegar hann keyrði tvo leikmenn sem þurftu að fara á sjúkrahús. „Þorgrímur Þráinsson, sem smitaður er af COVID-19, keyrði tvo leikmenn íslenska landsliðsins í myndatöku fyrir leikinn gegn Rúmenum í síðustu viku þrátt fyrir að reglur UEFA leggi til aðskilnað milli starfsmanna og leikmanna,“ segir í frétt Fréttablaðsins um málið.

„Þetta var utan þess tíma sem smit Þorgríms var rakið en leikmennirnir fengu þarna heimild til að fara í myndatöku á heilbrigðisstofnun,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Einar skoraði í sigri Al Arabi – Komnir í úrslitin

Aron Einar skoraði í sigri Al Arabi – Komnir í úrslitin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu

Forráðamenn City rólegir þrátt fyrir sögurnar í Katalóníu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Það koma stærri próf fyrir Rúnar Alex en hann stóðst þetta án vandræða“

„Það koma stærri próf fyrir Rúnar Alex en hann stóðst þetta án vandræða“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eistun hafa verið til vandræða fyrir James

Eistun hafa verið til vandræða fyrir James
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reglur um samkomutakmarkanir mölbrotnar á Hlíðarenda í gær – Sjáðu myndskeiðið

Reglur um samkomutakmarkanir mölbrotnar á Hlíðarenda í gær – Sjáðu myndskeiðið
433Sport
Í gær

Goðsögn horfði spennt á Rúnar

Goðsögn horfði spennt á Rúnar
433Sport
Í gær

Rúnar Alex byrjar í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal

Rúnar Alex byrjar í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega

Sá Giggs í fyrsta skiptið og ákvað að kýla hann hressilega