fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Yfirlýsing frá KSÍ vegna frétta dagsins – „Stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur sent frá yfirlýsingu vegna fréttaflutnings um brot á sóttvarnarreglum þegar Ísland vann Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í síðustu viku

Fullyrt er á forsíðu Fréttablaðsins í dag að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnarreglur UEFA þegar hann gekk inn á leikvöllinn þegar Ísland vann sigur á Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í síðustu viku.

Þar er vitnað í reglur UEFA og sagt frá því að Þorgrímur hafi ekki verið á skýrslu í leiknum og því hafi honum ekki verið heimilt að fara inn á leikvöllinn að leik loknum. Nokkrum dögum eftir að Þorgrímur hafði brotið þessar reglur greindist hann með COVID-19 veiruna.

„Samkvæmt reglum UEFA og íslenskum reglum sem KSÍ vinnur eftir er starfsmönnum landsliðsins og leikmönnum ekki heimilt að knúsast og faðmast eftir leiki,“ segir í frétt sem Benedikt Bóas Hinriksson skrifar og birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Vegna umfjöllunar um landsleiki og Covid-19

Vegna umfjöllunar um nýafstaðna leiki A landsliðs karla á Laugardalsvelli, sóttvarnir og Covid-19, og samskipti tiltekinna starfsmanna landsliðsins og leikmanna, vill KSÍ taka eftirfarandi fram:

Umræddir einstaklingar voru hluti af starfsmannateymi liðsins og voru því á varamannabekk (tæknihluta) liðsins. Tæknihlutinn er svæðið til hliðar við og aftan við sjálfan varmannabekkinn, svæði sem er afmarkað fyrir þennan hóp, og á því svæði sitja umræddir starfsmenn liðsins og þeir varamenn sem ekki komast fyrir á sjálfum varamannabekknum vegna fjarlægðarmarka.

Allir í þessum hópi eru á meðal þeirra sem mega fara inn á leikflötinn fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Umræddir starfsmenn á því svæði voru því réttilega á því svæði sem tilheyrir liðinu og fóru ekki á neinum tímapunkti á milli svæða/hólfa á leikvanginum. Allir starfsmenn liðsins voru jafnframt hluti af „búbblu“ liðsins og hafa farið reglulega í skimun (jafn oft og leikmenn), eru hitamældir við komu á leikvang og annað slíkt.

Það er auðvitað leitt að starfsfólk landsliðsins hafi ekki virt nálægðarmörk í umræddu tilviki og sinnt sínum skyldum varðandi grímunotkun, sem er nokkuð sem við hefur verið minnt reglulega á innan raða liðsins. Tilfinningar eru stór hluti af íþróttum, fólk upplifir stórar hæðir og miklar lægðir, og stundum ráða þessar tilfinningar för og menn gleyma sér. Það afsakar ekki það sem gerðist, en gefur allavega skýringu. KSÍ mun áfram halda sóttvarnarskilaboðum á lofti, leitast við að gera betur og standa undir þeirri ábyrgð sem knattspyrnuhreyfingunni er ætlað í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar