fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Telja að Maguire þurfi að komast í frí – Keane ósáttur með hvernig tekið var á málum í gær

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 09:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire fyrirliði Manchester United var skúrkur enska landsliðsins í tapi gegn Dönum í Þjóðadeildinni í gær. Maguire lét reka sig af velli eftir um hálftíma leik þegar hann fékk sitt annað gula spjald.

Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir Maguire, innan sem utan vallar. Upphafið af því eru vandræði hans í sumarfríi í Grikklandi, þar var Maguire handtekinn af lögreglu og ákærður.

Hann var dæmdur sekur fyrir ofbeldi gegn lögreglu en hefur áfrýjað dómnum og telst því saklaus samkvæmt grískum lögum þangað til dómur kemur aftur saman.

Eftir handtökuna í Grikklandi hefur Maguire spilað illa með United og nú enska landsliðinu. Ensk götublöð segja að Maguire þurfi á hvíld að halda, nefnt er að United gefi honum frí til þess að fara burt og slaka á.

Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United gagnrýnir hvernig Gareth Southgate þjálfari Englands tók á málum í gær, hann virtist skamma Maguire þegar hann gekki af velli. „Ég finn til með Maguire,“ sagði Keane í sjónvarpi eftir leikinn.

„Ég held að klapp á bakið hefði hjálpað Maguire ef þú hugsar hversu langt niðri hann er þessa stundina.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi

Virgil van Dijk og Nemanja Vidic berjast um titilinn „besti varnarmaður sögunnar“ á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti

Lögreglan skoðar málið eftir að fjöldi fólks óskaði liðsfélaga Gylfa lífláti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi

VAR dómarinn í Bítlaborginni gerði mistök í febrúar og var þá vikið úr starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu samanburðinn – Liverpool með og án Van Dijk

Sjáðu samanburðinn – Liverpool með og án Van Dijk
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis
433Sport
Í gær

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk

Segir ekkert annað í boði en að rífa upp veskið eftir meiðsli Van Dijk
433Sport
Í gær

Viðar Örn skoraði tvö mörk í íslendingaslag

Viðar Örn skoraði tvö mörk í íslendingaslag
433Sport
Í gær

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma

Aston Villa vann Leicester með marki í uppbótartíma