fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

„Er fótboltinn með einhvern sérsamning við ykkur?“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 21:11

Þórólfur Guðnason mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sat fyrir svörum í Umræðuþætti um COVID-19 sem var á dagskrá RÚV í kvöld. Þar svaraði hann spurningum landsmanna. Hann var til dæmis spurður hvort að fótboltinn væri á sérsamning.

„Við höfum verið að fá svolítið mikið af póstum og spurningum sem tengjast fótboltanum. Það er eins og leikurinn í gær og allt þetta sem hefur verið í kringum landsliðið hafi hrist svolítið upp í fólki. Er fótboltinn með einhvern sérsamning við ykkur? Það er bara það sem fólk er að spyrja um.“

Hann sagði svo ekki vera. Fótboltinn væri ekki á neinum sérsamning og að ákveðnir skilmálar og alþjóðlegar reglur sægju til þess að leikmenn færu í próf.

„Nei fótboltinn er ekki með neinn sérsamning við okkur. Það er hins vegar þannig að allar þær reglur sem við höfum verið að setja hafa alltaf sínar undanþágur frá þeim. Við höfum gefið alls konar undanþágur frá sóttkví og alls konar hlutum. Og það gerum við til að liðka fyrir því að ákveðin starfsemi geti gengið. Það er gert með ákveðnum forskriftum þannig að fólk sem fær þessar undanþágur þurfi að undirgangast ákveðnar skilmála, sem við teljum að geti verið nokkuð öruggir. Þar á meðal er þessi fótbolti og þar eru ákveðnar alþjóðlegar reglur sem fótboltaliðin þurfa að undirgangast. Leikmenn fara í próf áður en þau koma, fara í próf hér þegar þau koma. Síðan undirgangast þeir að vera á ákveðnum stöðum og blandast ekki mikið við aðra.“

Þá gripu þáttastjórnendur fram í fyrir Þórólfi og sögðu:

„Það hefur alveg klikkað heldur betur í þessum leikjum. Það urðu náttúrulega mistök í aðdraganda þessara leikja.“

Þórólfur svaraði:

„Já já, allar reglurnar hafa verið þannig að þær hafa klikkað og fólk er annaðhvort ekki að fara eftir þeim, eða að misskilja þær. Eða hvað sem það nú er. En það er ekki þar með sagt að reglurnar séu gagnslausar ég held að við þurfum að halda áfram að hamra á þeim. Og jú vissulega var þetta óheppilegt og sóttvarnarreglur voru þarna brotnar.“

Þá var Þórólfur spurður hvort að það spilaði inn í hversu mikil verðmæti væru í húfi þegar svona ákvarðanir væru teknar.

„En skiptar það máli þegar þið takið þessa ákvörðun, þegar þið veitið þessar undanþágur, Hvað þetta skilar miklu í kassann fyrir KSÍ?“

Því svaraði Þórólfur:

„Já ég veit ekki hvað ég segi. Það auðvitað spilar einhverja rullu þegar að mikil verðmæti eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Þá eru menn að reyna að taka tillit til þess og það eru ýmis önnur sjónarmið líka sem sem við tökum tökum inn í, en það getur vissulega spilað hlutverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls