fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Stoltur Ari: „Gott að hafa hann í hópnum þó hann tali ekki mikið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 21:21

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var frábært að spila aftur, ógeðslega gaman,“ sagði Ari Freyr Skúlason bakvörður landsliðsins eftir 1-2 tap gegn Belgíu í kvöld í Þjóðadeildinni.

Ísland féll úr A-deild með tapinu en liðið sýndi fína frammistöðu í kvöld. „Við þurfum að horfa á þennan leik og vera stoltir, það hefur mikið gerst á síðustu dögum. Við getum verið stoltir þrátt fyrir tap.“

Sex leikmenn sem höfðu spilað í verkefninu voru ekki með í kvöld og svo var allt starfsliðið sett í sóttkví í gær vegna smits starfsmann. „Við vorum ekki hræddir við slátrun, ég var hræddur um þessa leikmenn sem voru að spila sinn þriðja leik á sex dögum. Birkir Bjarna og félagar, ég var hræddur um það. Við eigum mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í næsta mánuði. Það eru allir ógeðslega mikilvægir í þessum hóp.“

Birkir Már Sævarsson liðsfélagi Ara úr Val og landsliðinu snéri aftur á völlinn í kvöld og skoraði. „Hann er æðislegur, hreint ótrúlegur. Hann kom inn eftir langa fjarveru og var frábær, kórónaði góðan leik með marki. Hann segir aldrei neitt og vinnur 100 prósent, það er gott að hafa hann í hópnum þó hann tali ekki mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum