fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Arnar Þór um síðasta sólarhring: „Breytti stöðunni og ég þurfti að hoppa beint upp í bíl“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 21:13

Arnar Þór á hliðarlínunni í kvöld. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var sérstakur sólarhringur en jafnframt mjög skemmtilegur,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands í kvöld í fjarveru Erik Hamren og Freys Alexanderssonar gegn Belgíu.

Arnar sem stýrir u21 árs landsliðinu var í Lúxemborg í gær þegar allt starfslið Íslands var sett í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni.

„Ég hafði engan tíma til að fagna sigri u21 árs liðsins í gær, ég frétti að staffið væri komið í sóttkví eftir leik og að KSÍ vildi kalla mig heim. Fyrir mig breytti það stöðunni og ég þurfti að hoppa beint upp í bíl og koma mér heim. Þetta er reynsla sem þú færð ekki á hverjum degi og reynsla sem fer í bakpokann.“

Ísland tapaði 1-2 gegn Belgum en sýndi hetjulega baráttu. „Drengirnir áttu frábæran leik og geta verið stoltir af sér, þetta var vel settur upp leikur hjá Erik og Freysa. Það var ekki erfitt að labba inn í þetta skipulag. Þetta var var vel planað hjá þeim. Þetta var mjög krefjandi sólarhringur hjá mér.“

„Ég held að Erik og Freyer hafi sett í Þetta 5-3-2 kerfi til að mæta Belgum, hafa gert það áður gegn þeim. Þetta var vel uppsettur leikur, það er erfitt að spila gegn Belgum í þessu 3-4-3 kerfi. Þeir eru sniðugir að finna svæði milli vanrar og miðju. Það er erfitt að verjast þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United