fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Segir frá bólförum sínum með nokkrum konum – Vildi fara í fóstureyðingu en heimtaði brjóstastækkun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 20:30

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner frá Danmörku var að gefa út ævisögu sína þar sem hann segir frá mörgum ævintýranlegum hlutum. Bendtner lék um langt skeið með Arsenal á Englandi og eru fjölmargar sögurnar frá tíma hans þar.

Í ævisögunni dregur hann fram þrjár sögur sem innihalda stelpur sem hann var með á tíma sínum hjá Arsenal, flest þessi atvik áttu sér stað í kringum 2009 þar sem hann var í stóru hlutverki hjá Arsenal.

Vildi fá ný brjóst fyrir fóstureyðingu:
„Ein stelpa sem ég hafði aðeins verið með kom og sagði að ég hefði gert sig ólétta. Hún sagði að það væri verðmiði á slíku ef hún ætti að gera eitthvað við það. Ég vissi ekkert hvað hún átti við. Hún sagði mér að ég yrði að borga fyrir brjóstastækkun. Ég borgaði fyrir þá aðgerð.“

Braut rúðu á glæsikerru hans:
„Þessi stúlka ákvað að taka múrstein og bomba honum í gegnum afturrúðuna á einum af Porche bílunum mínum. Ég var í íbúðinni minni og heyra hana öskrandi fyrir utan en ég ætlaði ekki að fara út. Það var ekkert til að ræða, hún var brjáluð af því að ég vildi ekki hitta hana lengur.“

Lét fötin hans hverfa:
„Þriðja stúlkan sem ég ætla að segja frá, hún hafði kíkt á síma minn eftir að ég sofnaði. Hún komst að því að ég var með nokkrar aðrar í takinu fyrir utan hana. Næsta morgun þá er hún bara búinn að láta sig hverfa, fötin mín voru líka horfin. Hún hafði skutlað þeim út um gluggann og þau voru þarna út um allt.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“
433Sport
Í gær

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“
433Sport
Í gær

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis