fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Grunur um smit í kringum íslenska landsliðið – „Borð með drykkjum leikmanna tæmt og öllu hellt niður“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur er á smiti af COVID-19 veirunni í kringum íslenska landsliðið frá þessu segir Fótbolti.net nú rétt í þessu. „Skömmu áður en íslenska liðið mætti á æfinguna í morgun var borð með drykkjum leikmanna tæmt og öllum drykkjum hellt niður. Þjálfarateymið fundaði eftir það með Klöru framkvæmdastjóra og öðrum starfsmönnum KSÍ,“ segir í frétt Fótbolta.net.

Þar er haft eftir Klöru Bjartmarz að óstaðfestar grunsemdir væru um smit í umhverfi landsliðsins. Liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni á morgun.

Ísland hefur spilað tvo leiki á undanförnum dögum og hafa allir leikmenn liðsins farið í próf, allir leikmenn og í kringum hópinn voru prófaðir í gær fyrir leikinn á morgun. Líklegt verður að teljast að óvissa sé með eitthvað prófið þar og niðurstöðu þess.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir lætur hafa eftir sér á Vísir.is að hertar reglur verði áfram í gildi eftir 19 október. Með því væri erfitt fyrir íslenskan fótbolta að fara af stað aftur á næstu vikum.

„Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal þarf að bíða lengur – ,,Einfaldlega of snemmt“

Arsenal þarf að bíða lengur – ,,Einfaldlega of snemmt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Í gær

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Í gær

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur