fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Birkir Bjarna í óvissu með framtíð sína – „Það var mikið í gangi hjá mér persónulega“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 10:51

Birkir Bjarnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er spenntur fyrir þessum leik, við erum búnir að vera með marga leikmenn meidda. Mjög óheppnir síðustu ár og það er synd að hafa ekki getað stillt upp okkar besta liði í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar okkar eru bestu þjóðir í heimi. Það er fínt að sjá ný andlit og gefur þeim tækifæri á að sanna sig, það eru margir hafa gert það og spilað vel. Vonandi eru þjálfararnir að fá svör við spurningum sínum,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður Íslands á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu á morgun.

Besta landslið heims mætir þá á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni. „Við stillum upp í hvern leik til að spila vel og gera okkar besta, við vitum að það eru ótrúleg gæði í þessum liðum. Við reynum að læra af þessu og gera betur. Vonandi getum við staðið í þeim, við erum með leikmenn í það.“

„Við erum að spila á móti bestu liðum heims, það ætti að vera leikir sem allir vilja spila. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að leikmenn séu ekki gíraðir í þetta, það er bara synd að við séum ekki með okkar sterkasta lið.“

Eftir tvo leiki á stuttum tíma hefur Birkir ekki áhyggjur af þreytu hjá sér. Sjö leikmenn hafa yfirgefið hópinn en Birkir mun bera fyrirliðabandið á morgun. „Mér líður mjög vel, ég lít á þetta sem mjög góða stöðu fyrir mig. Fá leiki og mínútur, byggja upp leikæfingu. Þetta er þungur völlur og laus í sér en mér líður vel.“

Birkir hefur ekkert komið við sögu á þessu tímabili með Brescia og sögur á kreiki um að hann gæti farið annað. Óvissa með framtíðina og mikið hefur verið í gangi.  „Ég er leikmaður Brescia og þannig er það, var mikil óvissa undir lok félagaskiptagluggans. Glugginn er ekki alveg lokaður alls staðar, þeir tóku þá ákvörðun að spila mér ekki. Í ljós þess að það var mikið í gangi hjá mér persónulega þá var þetta þeirra ákvörðun. Ég er leikmaður Brescia í dag og horfi á það þannig þangað til eitthvað annað gerist,“ sagði Birkir sem gæti farið annað á næstu dögum ef tækifæri gefst til.

Í nóvember fer Ísland í hreinan úrslita leik um laust sæti á EM, andstæðingarnir eru Ungverjar. „Núna fá leikmenn að hvíla sig og vonandi verða allir klárar og í góðu formi í nóvember. Ég sé möguleikana okkar mjög góða, þeir eru með sterkt lið og við höfum mætt þeim áður. Ég myndi segja að okkar möguleikar væru góðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði