fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Ekki komið í ljós hvort Alfreð verði í kappi við tímann fyrir stórleik Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. október 2020 12:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið reið ekki feitum hesti gegn Dönum í Þjóðadeildinni þegar leikið var á Laugardalsvelli í gær. Ísland tapaði 3-0 og átti aldrei möguleika í leiknum. Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli snemma leiks og Danir skoruðu svo sitt fyrsta mark undir lok fyrri hálfleiks. EKki er öruggt að boltinn hafi farið inn en mistökin sem Hannes Þór Halldórsson gerði í aðdraganda þess voru dýr.

Botninn hrundi svo úr leik Íslands í síðari hálfleik. Ekki er komið á hreint hversu alvarleg meiðsli Alfreðs eru, hann verður í meðhöndlua í dag hér á landi.

Svona við fyrstu skoðanir þá virðast meiðsli Alfreðs ekki vera mjög alvarleg, þau eru nógu alvarleg þannig að hann verður ekki með gegn Belgíu á miðvikudag,“ sagði Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari við 433.is í morgun.

Ísland á leik við Ungverjland í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM þann 12 nóvember, ef Alfreð er tognaður verður hann í kappi við tímann. Vonir standa til um að meiðslin í gær hafi verið krampi og að Alfreð nái sér á viku.

„Alfreð verður í meðferðum hér í okkar herbúðum næsta sólarhringinn og svo gæti hann farið út til Þýskalands,“ sagði Freyr en Alfreð leikur með Augsburg þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA