fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

Myrtur fyrir tíu mánuðum en fyrsta barn hans er nú komið í heiminn – „Hún fær aldrei að hitta pabba sinn“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. október 2020 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Sinnott, knattspyrnumaður á Englandi lést fyrir tíu mánuðum eftir slagsmál á næturlífinu þar í landi. Sinnott lést á sjúkrahúsinu en höfuðkúpa hans brotnaði eftir að hann fór út á lífið í bænum Retford. Lögreglan er enn með málið til rannsóknar og er það rannsakað sem morð.

Þessi 25 ára gamli knattspyrnumaður lenti tvisvar í slagsmálum þetta örlagaríka kvöld. Lögreglan var kölluð til þegar átta menn og konur voru að slást á bílastæði. Sinnott fannst skömmu síðar, meðvitundarlaus og með brotna höfuðkúpa.

Sinnott var í eigu Alfreton Toen en lék á láni með Matlock Town, hann hafði spilað fyrir Huddersfield og fleiri lið á ferlinum. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi.

Nokkrum dögum eftir að Sinnott lést komst unnusta hans að því að hún væri ófrísk, nú hefur hún eignast barn þeirra. „Það segja allir að stúlkan okkar sé svo líka Jordan,“ sagði Kelly við ensk blöð um málið.

„Hjarta mitt brotnar þegar ég hugsa um hversu mikið hann hefði elskað hana, hann elskaði fjölskylduna og vildi skapa hana með mér.“

„Sökum þess að tveir glæpamenn urðu afbrýðisamir þá sit ég ein eftir með barnið okkar. Hún fær aldrei að hitta sinn yndislega pabba.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“
433Sport
Í gær

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“
433Sport
Í gær

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis