fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Einkunnir eftir niðurlægingu í Laugardalnum – Eitt ljós í myrkrinu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 11. október 2020 20:38

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið reið ekki feitum hesti gegn Dönum í Þjóðadeildinni þegar leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland tapaði 3-0 og átti aldrei möguleika í leiknum.

Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli snemma leiks og Danir skoruðu svo sitt fyrsta mark undir lok fyrri hálfleiks. EKki er öruggt að boltinn hafi farið inn en mistökin sem Hannes Þór Halldórsson gerði í aðdraganda þess voru dýr.

Botninn hrundi svo úr leik Íslands í síðari hálfleik. Frammistaða sem þessi dugar skammt ef liðið ætlar að vinna Ungverjaland í nóvember og komast inn á sitt þriðja stórmót.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 4
Mistök sem eiga ekki að sjást í fyrsta marki Dana, Hannes veit það best sjálfur enda hefur hann aldrei verið að gera svona mistök með landsliðinu.

Mynd/Anton Brink

Guðlaugur Victor Pálsson 7 – Maður leiksins
Ljósið í leik liðsins, búinn að eigna sér stöðu hægri bakvarðar.

Sverrir Ingi Ingason 4
Byrjaði ágætlega en það fjaraði hratt undan því

Ragnar Sigurðsson (´73) 5
Það sem vel var gert í varnarleik Íslands var í boði Ragnars.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Gerði enginn stór mistök.

 

Rúnar Már Sigurjónsson 4
Náði engum takti við leikinn.

Mynd/Anton Brink

Aron Einar Gunnarsson (´45) 6
Fór af velli í hálfleik eftir ágæta frammistöðu á miðsvæðinu.

Birkir Bjarnason 4
Fann sig hvorki á kantinum eða á miðsvæðinu í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson 5
Reyndi en hafði lítinn stuðning fram á við þegar Alfreð fór af velli.

Arnór Ingvi Traustason (´68) 4
Öflugur gegn Rúmeníu en fann sig ekki í kvöld.

Alfreð Finnbogason (´12)
Lé ekki nóg til að fá einkunn

Mynd/Anton Brink

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsson (´12) 4
Verður sem framherji að koma sér í færi við og við, dugnaður dugar ekki bara.

Mikael Neville (´46) 4
Bætti engu við leik liðsins og fann sig ekki.

Albert Guðmundsson (´68) 5
Íslendingar höfðu lagt árar í bát þegar hann kom við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn

Þessir eru líklegastir til að taka við United í sumar ef Ten Hag verður rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“