fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Þyngja refsingu Leons – Lögreglan mætti á staðinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 16:00

Leiknisvöllur © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson knattspyrna, fótbolti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan var kölluð til eftir leik Leiknis/KB og Þórs á Leiknisvelli í Breiðholti á dögunum. Frá þessu sagði Vísir.is. Um var að ræða leik í 2 flokki karla en liðin leika í B-deild. Þór vann 3-2 sigur á Leikni en þjálfari Leiknis og tveir leikmenn fengu rautt spjald.

„Leikmenn voru afar ósáttir við dómara leiksins sem óttaðist um öryggi sitt samkvæmt heimildum Vísis,“ segir í frétt eftir Ingva Þór Sæmundsson á Vísir.is.

Samkvæmt skýrslunni á vef KSÍ var það Samir Mesetovic fyrrum knattspyrnumaður hér á landi sem var með flautuna í þessum leik. Lögreglan var kölluð til vegna þess að hann óttaðist um öryggi sitt en KSÍ refsaði Leikni fyrir.

Leon Pétursson þjálfari 2 flokks Leiknis var rekinn af velli en þetta var þriðja rauða spjaldið sem Leon fékk í sumar. Hann var fyrst um sinn úrskurðaður í þriggja leikja bann venga málsins.

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 29. september var málið tekið fyrir vegna skýrslu frá dómara í leik Leiknis/KB og Þórs í B deild 2. flokks karla sem fram fór þann 20. september sl.

Ákvað nefndin, með vísan til ákvæða 36.1. og ákvæða 36.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, að sekta Leikni og KB samanlagt um samtals kr. 100.000 og um leið að úrskurða Leon Einar Pétursson, þjálfara Leiknis/KB í 2. flokki karla, í tveggja leikja bann. Leikbann Leons Einars Péturssonar tekur gildi við uppkvaðningu úrskurðar og bætist við þriggja leikja bann sem Leon var úrskurðaður í á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 22. september sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United