fbpx
Föstudagur 23.október 2020
433Sport

Móðir Jóns Daða berst við krabbamein – „Vill hann með þessu framlagi gefa til baka“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt er að eignast treyju frá landsliðsmanninum Jóni Daða Böðvarssyni með því að taka þátt í happadrætti á vef Charityshirts.is. Treyjuna notaði Jón Daði í leik gegn Frakklandi á síðasta ári.

Miðinn í lottóinu kostar einungis 1000 krónur og rennur öll upphæðin sem safnast í starf Ljóssins. Dregið verður 12. október.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Jón og Ingibjörg á góðri stundu Mynd – Ljósið

Ástæða þess að Jón Daði vill styrkja ljósið er sú staðreynd að móðir hans berst nú við krabbamein. „Hann þekkir persónulega þjónustu Ljóssins en mamma hans, Ingbjörg Erna Sveinsdóttir, hefur sótt endurhæfingu í Ljósið samhliða krabbameinsmeðferðum,“ segir á vef Ljósins.

„Í upphafi þessa árs sagði Jón við mömmu sína að hann vildi að Ljósið myndi fá treyju til að bjóða upp og vill hann með þessu framlagi gefa til baka til starfseminnar.“

„Við erum ótrúlega snortin og stolt að Jón Daði vilji styðja starfsemi Ljóssins með þessu móti. Við í Ljósinu erum svo stolt af landsliðinu okkar því er einstaklega ljúft að vita til þess að þar séum við með stuðningsmenn Ljóssins“ segir Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins.

Smelltu hér til að styrkja Ljósið og þar með möguleika á að vinna treyju Jóns Daða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona

Veiran heldur áfram að greinast í Ronaldo – Fær ekki að mæta Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum

Fimm leikmenn sem Klopp er sagður með á innkaupalista sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn
433Sport
Í gær

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

KSÍ staðfestir tíðindin um að æfingar séu nú leyfðar á höfuðborgarsvæðinu
433Sport
Í gær

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United