fbpx
Miðvikudagur 25.nóvember 2020
433

Þjálfari Rúmena segir að rétt hafi verið að dæma vítaspyrnu á Ragga Sig

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mirel Radoi þjálfari Rúmeníu segir að íslenska liðið hafi átt sigurinn skilið í Laugardalnum í kvöld. Ísland er komið í úrslitaleik um laust sæti á EM næsta sumar eftir 2-1 sigur. Liðið mætir Ungverjalandi ytra eftir mánuð.

„Við náðum ekki að gera það sem við æfðum, við vissum að Íslandi myndi spila svona. Við vorum hægir í okkar aðgerðum, við töpum boltanum sjö sinnum í fyrri hálfleik og fjórar af þeim enda í skyndisókn,“
sagði Radoi að leik loknum.

Hann sagði að vítaspyrnan sem Rúmenía fékk hafi verið réttur dómur, Ragnar Sigurðsson hefi rekið olnbogann í leikmann sinn.

„Vítið sem var gefið, ég sá það á bekknum og ég sá olnbogann frá íslenska leikmanninum. ÉG sá ekki seinna atvikið, ég vil ekki ræða dómarann. Við vorum ekki góðir í fótbolta, í fyrri hálfleik. Við bættum okkur í síðari hálfleik.“

,,Leikmenn voru í vandræðum og voru að renna á vellinum en við höfðum æft hérna, ég get ekki sagt að það hafi haft áhrif. Ef ég hugsa um fyrstu 45 mínúturnar, þetta eru sanngjörn úrslit. Við áttum ekki skilið að fara áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki búist við öðru en að Rúnar Alex byrji hjá Arsenal á morgun

Ekki búist við öðru en að Rúnar Alex byrji hjá Arsenal á morgun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Haaland hefur skákað mörgum goðsögnum við aðeins tvítugur að aldri

Haaland hefur skákað mörgum goðsögnum við aðeins tvítugur að aldri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Konurnar í skólanum fengu áfall þegar þær sáu viðtalið við Jón Pál – „Það varð allt vitlaust“

Konurnar í skólanum fengu áfall þegar þær sáu viðtalið við Jón Pál – „Það varð allt vitlaust“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lampard: „Liðið er að spila vel“

Lampard: „Liðið er að spila vel“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jón Guðni hafði betur í Íslendingaslag – Hólmar Örn skoraði

Jón Guðni hafði betur í Íslendingaslag – Hólmar Örn skoraði