fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Jón Jónsson, Gaupi og fleiri mjög hissa: Vissu ekki hver hann var – ,,What the f***“

433
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 20:35

Jón Jónsson tónlistarmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ragnar Jónsson, fyrrum leikmaður FH, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í umsjón Jóa Skúla í dag.

Jón Jónsson eins og hann er kallaður fékk það verkefni að velja 11 bestu leikmennina sem hann spilaði með á ferlinum.

Róbert Örn Óskarsson fékk sæti Jóns í markinu en það val kemur kannski nokkrum á óvart enda spilaði Jón með Gunnleifi Gunnleifssyni.

Það kom mörgum á óvart þegar Róbert fékk aðalliðssætið hjá FH sumarið 2013 eftir brottför Gunnleifs sem samdi við Breiðablik.

Jón segir að fáir hafi búist við að Róbert myndi fá að standa á milli stanganna en han var aðalmarkvörður frá 2013 til 2015 og samdi svo við Víking Reykjavík.

,,Ég spilaði ekkert af viti, aðal árin mín voru 2013 og 2014. Þar er ég að spila alla leikina og það hafði áhrif á þetta val. Margar skemmtilegar týpur og ég spilaði líka með Gulla Gull sem var kóngastrákur í marki,“ sagði Jón.

,,Fegurðin í þessu því ég vel Róbert Örn Óskarsson er að hann er uppalinn í FH þó að hann sé líka af Vestfjörðum, maður man eftir honum á sumrin að koma að æfa með FH.“

,,Það er eitthvað beauty í því að vera með hann í rammanum, ég man þegar þetta var bara: ‘Heyrðu Gulli er farinn, Robbi ætlar að vera bara númer eitt!’ Allir voru bara ‘what the fuck, hver er Robbi?’

,,Ég man eftir einhverju Gaupa innslagi, ‘hver er Róbert?’ hann bara ‘rise up to the challenge’ algjörlega og það er eitthvað extra þegar þú ert uppalinn, þú færð auka kraft og einhver bónus stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi