fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Maðurinn á bakvið feril Hólmberts: Sat alltaf í bílnum og fylgdist með – ,,Allt honum að þakka“

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Friðjónsson hefur átt góðan feril erlendis en hann leikur í dag með Aalesund í Noregi.

Hólmbert er 26 ára gamall en hann hefur raðað inn mörkum með liðinu síðan hann samdi árið 2018.

Hann var áður á mála hjá KR og Stjörnunni hér heima og spilaði einnig með Celtic sem táningur.

Hólmbert ræddi í dag við heimasíðu Aalesund þar sem farið var yfir feril leikmannsins til þessa.

Þar greinir Hólmbert frá því að afi hans hafi haft stærstu áhrif á ferilinn. Hann var sjálfur leikmaður en þurfti að hætta 27 ára gamall vegna meiðsla.

,,Hann var alltaf með mér úti í garði og bætti mína tækni alveg frá því að ég var ungur strákur,“ sagði Hólmbert.

,,Frá 5 til 18 ára aldurs þá tók hann þátt í öllum æfingunum mínum með liðinu. Hann sat í bílnum og horfði á hverja einustu æfingu.“

,,Hann sýndi þessu mikinn áhuga og gaf mér ís í hvert skipti sem ég stóð mig vel á æfingu. Ef ég gerði ekki vel þá fórum við yfir það saman.“

,,Hann lifði fyrir þetta, að halda mér á tánum og að gerast atvinnumaður. Það er allt honum að þakka.“

Afi hans reynir enn að fylgjast með öllu því sem gengur á en hann er 79 ára gamall.

Tvisvar hefur hann ferðast til Noregs til að horfa á Hólmbert spila og reynir alltaf að sjá þá leiki sem eru í boði á netinu.

,,Hann finnur streymiþjóna á netinu. Ef hann getur það ekki þá skoðar hann Twitter síðu félagsins.“

,,Af og til þá hringir hann í mig og spyr hvernig þetta hafði gengið. Hann heimsótti mig á síðasta ári og sá mig gegn Notodden. Árið áður sá hann mig spila við Asane.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“