Föstudagur 28.febrúar 2020
433Sport

Fékk fallegt bréf níu árum eftir leiðinlegt atvik: ,,Aldrei of seint að biðjast afsökunar“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, goðsögn Manchester United, fékk fallegt bréf frá Liverpool nýlega eftir atvik sem átti sér stað fyrir níu árum.

Evra opnaði sig með það í beinni útsendingu í gær en hann fékk bréf frá stjórnarformanni Liverpool, Peter Moore.

Þar baðst Moore afsökunar á hvernig tekið var á máli Evra og Luis Suarez árið 2011. Evra ásakaði þá Suarez um rasisma en enska knattspyrnusambandið dæmdi Úrúgvæann ekki brotlegan.

Evra sagði nýlega að hann hefði aldrei fengið afsökunarbeiðni frá Liverpool en það hefur nú breyst.

,,Í fyrsta lagi var ég mjög ánægður með að fá afsökunarbeiðni frá Jamie Carragher og svo fékk ég persónulegt bréf frá Peter Moore og það snerti mig,“ sagði Evra.

,,Hann vonaðist eftir því að það væri aldrei of seint að biðjast afsökunar því þetta gerðist fyrir níu árum.“

,,Ég fékk bréfið þremur dögum eftir þáttinn og ég sagði honum hversu þýðingarmikið það var.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Einn fékk höfnun frá stjörnu Liverpool – Hinn datt í lukkupottinn

Sjáðu myndirnar: Einn fékk höfnun frá stjörnu Liverpool – Hinn datt í lukkupottinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ræddi við fyrrum leikmann United áður en hann samdi við Liverpool

Ræddi við fyrrum leikmann United áður en hann samdi við Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er hann besti ungi leikmaður deildarinnar?

Er hann besti ungi leikmaður deildarinnar?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Berg meiddur á nýjan leik

Jóhann Berg meiddur á nýjan leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru fyrstu landsliðsmenn Íslands í eFótbolta

Þetta eru fyrstu landsliðsmenn Íslands í eFótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid telur sig geta fengið Mo Salah frá Liverpool í sumar

Real Madrid telur sig geta fengið Mo Salah frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær boðið að kaupa sænskan landsliðsmann

Solskjær boðið að kaupa sænskan landsliðsmann
433Sport
Í gær

Sjáðu fyrstu innkaupaferð Bruno Fernandes á Englandi: Mikið af gosi og skeinipappír

Sjáðu fyrstu innkaupaferð Bruno Fernandes á Englandi: Mikið af gosi og skeinipappír
433Sport
Í gær

Lampard ætlar að hreinsa út: Átta leikmenn gætu farið og þessir kæmu í stað þeirra

Lampard ætlar að hreinsa út: Átta leikmenn gætu farið og þessir kæmu í stað þeirra