Þriðjudagur 25.febrúar 2020
433Sport

Höddi Magg hissa yfir ákvörðun í Hafnarfirði: Segir Hauka hafa farið á hausinn – „Blóðugir upp fyrir haus í 2 eða 3 ár“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2020 08:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að Hafnarfjarðabær ætlar á næstunni að hefja byggingu á nýju knatthúsi, við Ásvelli. Um er að ræða félagssvæði Hauka, óhætt er að segja að þessi ákvörðun bæjarins hafi vakið athygli og umræðu í sveitarfélaginu.

Hörður Magnússon, sem var í áraraðir einn fremsti íþróttafréttamaður þjóðarinnar er ekki ánægður með hvernig farið er með fjármuni bæjarins. Hörður er gallharður Hafnfirðingur og lék lengi vel með FH, erkifjendum Hauka.

,,Haukar að fá knatthús bara si svona. Heyrist lítið af mótmælum núna. Nýbúnir að fá körfuboltahús sem kostar svipað eða jafnvel meira en Skessan,“ skrifaði Hörður á Facebook síðu sína í gærkvöldi.

Hörður ræðir þar nýtt knatthús sem FH var að reisa, með fjárhagslegri hjálp frá bænum og nýtt körfuboltahús sem Haukar voru að fá. ,,Það hús (Körfuboltahúsið) átti upphaflega að kosta helmingi minna ef ég man rétt? FH-ingar voru blóðugir upp fyrir haus í 2 eða 3 ár að koma knatthúsi í gegn. Þrátt fyrir að vera með eina stærstu knattspyrnudeild landsins.“

Hörður segir að það halli verulega á FH þegar kemur að uppbyggingu á félagssvæði. ,,Óhætt að segja að skekkjan sé mikil. Líklega er best að fara á hausinn eins og Haukarnir gerðu eftirminnilega fyrir nokkrum árum. Velgengni í knattspyrnu í áratugi virðist vera aukaatriði. Trúlega er betra að geta ekki neitt falla um deildir og þá rísa byggingar.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Innbrot á Kjalarnesi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Fékk Neymar viljandi rautt? – Sagður vilja komast í smá frí

Sjáðu atvikið: Fékk Neymar viljandi rautt? – Sagður vilja komast í smá frí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó minnti á sig og skoraði tvennu

Aron Jó minnti á sig og skoraði tvennu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 90 milljónir

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 90 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji West Ham á reynslu hjá Fylki

Fyrrum framherji West Ham á reynslu hjá Fylki
433Sport
Í gær

Grealish stoltur af því að vera orðaður við Manchester United

Grealish stoltur af því að vera orðaður við Manchester United
433Sport
Í gær

Andri Fannar sá yngsti frá Íslandi sem spilar í einni af bestu deildunum

Andri Fannar sá yngsti frá Íslandi sem spilar í einni af bestu deildunum
433Sport
Í gær

Klopp segir að leikmennirnir séu ekki á sama máli og aðrir

Klopp segir að leikmennirnir séu ekki á sama máli og aðrir
433Sport
Í gær

Opnar sig um framhjáhald stórstjörnu: Fórnaði fjölskyldunni – ,,Hélt ekki bara framhjá mér heldur barnaði hana líka“

Opnar sig um framhjáhald stórstjörnu: Fórnaði fjölskyldunni – ,,Hélt ekki bara framhjá mér heldur barnaði hana líka“