fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Harðar deilur Gaua Þórðar í Grindavík: Allt varð vitlaust – ,,Ég hef gert hann reiðann áður“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það var hart tekist á árið 2012 þegar Guðjón Þórðarson var vikið úr störfum hjá Grindavík. Af stað fóru málaferli sem stóðu lengi yfir.

Guðjón taldi sig eiga rétt á lengri uppsagnarfrest en bara til þriggja mánaða eins og Grindavík taldi.

Bæði héraðsdómur og hæstiréttur voru sammála Guðjóni sem hafði í eitt ár starfað sem þjálfari Grindavíkur. Guðjón fór ekki fögrum orðum um endir sinn hjá Grindavík en Grindvíkingar voru allt annað en sáttir.

Grindavík þurfti að lokum að borga Guðjóni rúmar 8 milljónir en Guðjón var ráðinn þjálfari NSI Runavík í Færeyjum á dögunum.

„Þetta er nátturlega ömurlegur endir. Ég var einn af þeim sem taldi þetta rétta ákvörðun að ráða Guðjón. Þetta er forn-goðsögn í þessu og hann segist alltaf hafa allt að bjóða, en það sýndi sig ekki í Grindavík,“ sagði Jón Gauti Dagbjartsson stuðningsmaður Grindavík í frægu viðtali á ÍNN um málið árið 2014.

„Það er fyrst og fremst lygarnir í honum. Hann lýgur alveg hiklaust og það er alveg ömurlegt að horfa uppá það að það er farið silkihönskum um þennan gæa. Menn virðist gleypa allt sem hann segir eða hafa ekki dug, svo við notum frasa frá sumum, til þess að hjóla í hann. Það hafa nú eitthverjir fjölmiðlar gert það og þá eru þeir bara settir í fjölmiðlabann. Hann setur mig kannski í bann, en ég hef gert hann reiðann áður.“

„Ég veit að honum stóð til boða þriggja mánaða uppsagnarfrestur, en hann vildi það ekki. Hann segir að honum hafi ekki staðið til boða neinn samningur og það er ein lygin. Honum stóð til boða þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Gæi eins og Guðjón Þórðarson sem talar um ástríðu fyrir leik og alla þessa frasa sem hann notar, á að hafa séð það að þessu var bara lokið.“

„Hann hafði enga leikmenn með sér, ekki stuðningsmenn. Einu mennirnir sem stóðu með honum allt sumarið var meðal annars mennirnir sem hann lýgur uppá. Það er bara stjórn knattspyrnudeildarinnar þar á meðal Jónas (formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur).“

Guðjón var sakaður um að vinna sitt starf afar illa af Jóni Gauta og öðrum í Grindavík.

„Hann sinnti starfinu sínu mjög illa þó hann haldi öðru fram. Ég er búinn að tala við leikmenn eftir ég hlustaði á þennan þátt. Frá því hann byrjaði og frá því hann lauk störfum þá eru 30+ æfingar sem hann var ekki á. Frá vori yfir sumarið þá voru að meðaltali tvær æfingar í viku sem hann mætti ekki á og þá var hann með sjúkraþjálfarann að sjá um æfingu. Hvaða steypa er þetta? Sjúkraþjálfarinn er reyndar frábær náungi en hann var ekki ráðinn sem knattspyrnuþjálfari.“

„Það er ekki hægt að láta það ósvarað þegar hann er að ljúga svona. Það er bara ekki fallegt. Þetta er klúbburinn minn og klúbburinn okkar og maður ver hann fram í rauðan dauðann. Knattspyrnudeild Grindavíkur á sameiginlegt með okkur tveimur og öllum öðrum deildum; hún er ekki fullkomin. Það er enginn fullkominn og svo sannarlega ekki Guðjón Þórðarson, sko langt því frá.“

Guðjóni kennt um meiðsli:
Jón Gauti fór mikinn i viðtalinu og hraunaði meðal annars yfir æfingaaðferðir Guðjóns. Þá hafði Guðjón skömmu áður sagt að ekki væru til fjármunir fyrir æfingaferð.

Það er lygi. Hann lýgur því. Hann vildi ekki fara í æfingarferð. Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur farið í æfingarferð til útlanda þar á meðal til Spánar, Þýskalands og Englands síðan 1978. Deildin hefur borgað eitthvað og leikmenn sjálfir eitthvað og ég held að það sé enn þannig hjá öðrum félögum. Hann vildi ekki fara í æfingarferð.“

„Síðan kom upp hugmynd að fara í æfingarferð innan lands eða til Færeyja. Hérna heima var túristatímabilið byrjað og flest hótel uppbókuð og það var dálítið dýrt líka. Þá er líka dálítið seint í rassinn gripinn. Undirbúningur fyrir æfingarferðir hefst ekkert viku fyrr, það er miklu fyrr ákveðið. Það er bara unnið fyrir því.“

„Hópurinn var að öllum líkindum mjög vel klár áður en æfingar hjá honum hófust því hann gerði ekkert annað en að láta þá hlaupa á eitthverjum hlaupabrettum í World Class. Tíu kílómetra, ég veit ekki hvað oft í viku. Hálft liðið var bara orðið kviðslitið og menn búnir í hnjánum. Þetta var bara steypa.“

„Ég hélt að þetta væri sem við þyrftum að fá Guðjón inni. Að fá þessi ástríðu og dug og kjark og hvað allir sem þessir frasar heita hjá honum. Ég er einn af þeim sem hafði bara rangt fyrir mér. Ég get viðurkennt það.“

Hvaða klíník er á Tenerife?
Þá var Guðjón harkalega gagnrýndu fyrir það að fara í frí á miðju sumri. „Hann minntist ekki á hérna um daginn í viðtalinu að þegar hann fór til Tenerife í byrjun september eða lok ágúst, ég man ekki hvort það var. Það er virkilega vinsælt að tala um skútuna, hriplegt skip og allt það. Skútan marraði bara í kafi og hvað gerir skipstjórinn? Nei hann fer í vikufrí til Tenerife! Auðvitað gaf stjórnin honum leyfi til að fara út, en hann var svo gagnrýninn á það. Hvaða þjálfari stekkur í burtu og ber við eitthverjum veikindum?“

„Það væri gaman að vita hvaða veikindi þetta voru. Ég veit ekki um neina klíník sem Íslendingar eru að sækja í til Tenerife. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða veikindi það voru, en það væri gaman að vita það. Af hverju talaði hann ekki um þetta hérna um daginn? Það eru bara vannefndir hjá öllum öðrum. Það eru allir aðrir ekki að standa sig, en hann er með allt á hreinu og beinu. Þetta heldur bara ekki vatni.“

„Guðjón sagði fyrir einn leikinn í Grindavík að hann myndi ekki vera kominn með liðið á þann stað sem hann vildi fyrr en eftir 12-18 mánuði. Þetta var í byrjun móts sem þýddi að í versta falli þá væri standið á leikmönnum samkvæmt hans kröfum mjög gott í lok næsta tímabils. Maður bara gapti,“ sagðii Jón Gauti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar