Sunnudagur 29.mars 2020
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Kanada: Höskuldur bestur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 02:06

Það verður fróðlegt að sjá hvort Mikael Neville Anderson fái tækifæri í byrjunarliði Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann fínan sigur á Kanada í nótt en leikið var í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Það vantaði stór nöfn í hóp íslenska liðsins en má nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri.

Leikurinn var engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerði Hólmar Örn Eyjólfsson.

Hólmar skoraði eina markið á 21. mínútu í fyrri hálfleik en það kom eftir hornspyrnu.

Ísland byrjar því landsliðsverkefnið vel á sunnudaginn er spilað við El Salvador í öðrum æfingaleik.

Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.

Hannes Þór Halldórsson 7
Það var ekki mikið að gera hjá Hannesi í nótt en hann gerði sig stóran á köflum. Náði mikilvægri vörslu undir lok leiksins.

Davíð Kristján Ólafsson 6
Komst ágætlega úr verkefninu.

Alex Þór Hauksson 7
Alex var mjög öflugur á tímum í leiknum og virkaði eins og mikilvægt akkeri fyrir íslenska liðið. Flottur leikur.

Hólmar Örn Eyjólfsson 7
Stóð fyrir sínu og gerði eina mark leiksins.

Daníel Leó Grétarsson 6
Lenti í smá vandræðum á köflum en komst ágætlega úr verkefninu.

Mikael Neville Anderson 5
Maður hefði viljað sjá meira frá Mikael sem var ekki alveg upp á sitt besta. Hann á meira inni.

Aron Elís Þrándarson 5
Það sama má segja um Aron sem hefur oft verið sprækari.

Kjartan Henry Finnbogason 5
Það var lítið um færi í leiknum og fengu Kjartan og Viðar svolítið að finna fyrir því.

Kári Árnason 6
Fínasti leikur hjá Kára.

Viðar Örn Kjartansson 5
Sama og með Kjartan, takmörkuð þjónusta.

Höskuldur Gunnlaugsson 8
Besti leikmaður Íslands í kvöld. Höskuldur var mjög öflugur og var sá sem reyndi að skapa hvað mest fyrir íslenska liðið.

Varamenn:

Kristján Flóki Finnbogason 6

Óttar Magnús Karlsson  6

Landsliðið á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Saknar þess ekki að vera hjá Arsenal – ,,Á ekki góðar minningar þaðan“

Saknar þess ekki að vera hjá Arsenal – ,,Á ekki góðar minningar þaðan“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Klopp gerir í fríinu: Reyndi dansinn og horfir á myndir – ,,Ekki eins slæmt og þið haldið!“

Það sem Klopp gerir í fríinu: Reyndi dansinn og horfir á myndir – ,,Ekki eins slæmt og þið haldið!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Jimenez um áhuga Arsenal og United: ,,Þurfum ekki að komast í Meistaradeildina“

Jimenez um áhuga Arsenal og United: ,,Þurfum ekki að komast í Meistaradeildina“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Átti að verða stórstjarna en náði ekki í gegn: Selur nú úr fyrir 850 milljónir á ári

Átti að verða stórstjarna en náði ekki í gegn: Selur nú úr fyrir 850 milljónir á ári
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aron Einar sendir þjóðinni skilaboð og minnir á hvað er mikilvægt: „Þetta eru erfiðir tímar“

Aron Einar sendir þjóðinni skilaboð og minnir á hvað er mikilvægt: „Þetta eru erfiðir tímar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eyjamenn minnast Abel sem féll frá fyrir fjórum árum: „Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár“

Eyjamenn minnast Abel sem féll frá fyrir fjórum árum: „Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir tæp þrjú ár í dái er hinn 22 ára Nouri vaknaður

Eftir tæp þrjú ár í dái er hinn 22 ára Nouri vaknaður