Fimmtudagur 20.febrúar 2020
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Kanada: Höskuldur bestur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 02:06

Það verður fróðlegt að sjá hvort Mikael Neville Anderson fái tækifæri í byrjunarliði Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann fínan sigur á Kanada í nótt en leikið var í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Það vantaði stór nöfn í hóp íslenska liðsins en má nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri.

Leikurinn var engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerði Hólmar Örn Eyjólfsson.

Hólmar skoraði eina markið á 21. mínútu í fyrri hálfleik en það kom eftir hornspyrnu.

Ísland byrjar því landsliðsverkefnið vel á sunnudaginn er spilað við El Salvador í öðrum æfingaleik.

Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.

Hannes Þór Halldórsson 7
Það var ekki mikið að gera hjá Hannesi í nótt en hann gerði sig stóran á köflum. Náði mikilvægri vörslu undir lok leiksins.

Davíð Kristján Ólafsson 6
Komst ágætlega úr verkefninu.

Alex Þór Hauksson 7
Alex var mjög öflugur á tímum í leiknum og virkaði eins og mikilvægt akkeri fyrir íslenska liðið. Flottur leikur.

Hólmar Örn Eyjólfsson 7
Stóð fyrir sínu og gerði eina mark leiksins.

Daníel Leó Grétarsson 6
Lenti í smá vandræðum á köflum en komst ágætlega úr verkefninu.

Mikael Neville Anderson 5
Maður hefði viljað sjá meira frá Mikael sem var ekki alveg upp á sitt besta. Hann á meira inni.

Aron Elís Þrándarson 5
Það sama má segja um Aron sem hefur oft verið sprækari.

Kjartan Henry Finnbogason 5
Það var lítið um færi í leiknum og fengu Kjartan og Viðar svolítið að finna fyrir því.

Kári Árnason 6
Fínasti leikur hjá Kára.

Viðar Örn Kjartansson 5
Sama og með Kjartan, takmörkuð þjónusta.

Höskuldur Gunnlaugsson 8
Besti leikmaður Íslands í kvöld. Höskuldur var mjög öflugur og var sá sem reyndi að skapa hvað mest fyrir íslenska liðið.

Varamenn:

Kristján Flóki Finnbogason 6

Óttar Magnús Karlsson  6

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er þetta eina leiðin til að stoppa Aguero? – Greip um skaufa hans

Er þetta eina leiðin til að stoppa Aguero? – Greip um skaufa hans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bodø/Glimt staðfestir kaup á Alfons

Bodø/Glimt staðfestir kaup á Alfons
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Mjög tómlegt í Manchester í kvöld

Sjáðu myndirnar: Mjög tómlegt í Manchester í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham í slæmri stöðu eftir tap heima – Atalanta skoraði fjögur

Tottenham í slæmri stöðu eftir tap heima – Atalanta skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Neymar kvartar: Ég vildi spila en þeir voru hræddir

Neymar kvartar: Ég vildi spila en þeir voru hræddir
433Sport
Í gær

Fred elskar lífið hjá Solskjær: „Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið“

Fred elskar lífið hjá Solskjær: „Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið“