fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Kanada: Höskuldur bestur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 02:06

Mikael Neville

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann fínan sigur á Kanada í nótt en leikið var í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Það vantaði stór nöfn í hóp íslenska liðsins en má nefna Gylfa Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og fleiri.

Leikurinn var engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerði Hólmar Örn Eyjólfsson.

Hólmar skoraði eina markið á 21. mínútu í fyrri hálfleik en það kom eftir hornspyrnu.

Ísland byrjar því landsliðsverkefnið vel á sunnudaginn er spilað við El Salvador í öðrum æfingaleik.

Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.

Hannes Þór Halldórsson 7
Það var ekki mikið að gera hjá Hannesi í nótt en hann gerði sig stóran á köflum. Náði mikilvægri vörslu undir lok leiksins.

Davíð Kristján Ólafsson 6
Komst ágætlega úr verkefninu.

Alex Þór Hauksson 7
Alex var mjög öflugur á tímum í leiknum og virkaði eins og mikilvægt akkeri fyrir íslenska liðið. Flottur leikur.

Hólmar Örn Eyjólfsson 7
Stóð fyrir sínu og gerði eina mark leiksins.

Daníel Leó Grétarsson 6
Lenti í smá vandræðum á köflum en komst ágætlega úr verkefninu.

Mikael Neville Anderson 5
Maður hefði viljað sjá meira frá Mikael sem var ekki alveg upp á sitt besta. Hann á meira inni.

Aron Elís Þrándarson 5
Það sama má segja um Aron sem hefur oft verið sprækari.

Kjartan Henry Finnbogason 5
Það var lítið um færi í leiknum og fengu Kjartan og Viðar svolítið að finna fyrir því.

Kári Árnason 6
Fínasti leikur hjá Kára.

Viðar Örn Kjartansson 5
Sama og með Kjartan, takmörkuð þjónusta.

Höskuldur Gunnlaugsson 8
Besti leikmaður Íslands í kvöld. Höskuldur var mjög öflugur og var sá sem reyndi að skapa hvað mest fyrir íslenska liðið.

Varamenn:

Kristján Flóki Finnbogason 6

Óttar Magnús Karlsson  6

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á

Mbappe kveikti bál í Katalóníu eftir leik – 60 manns tókust á
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu