Laugardagur 25.janúar 2020
433Sport

Ingvar Þór Kale hættur: „Allur pakkinn er kominn á hilluna góðu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Þór Kale, markvörðurinn knái hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, eftir farsælan feril.

Ingvar hefur staðið vaktina í marki Kórdrengja síðustu ár en hann átti farsælan feril í efstu deild.

Ingvar varði mark Breiðabliks 2009 og 2010 þegar liðið varð bikar og Íslandsmeistari, einu titlarnir í sögu félagsins.

Af Facebook síðu Ingvars:
Eru ekki allir hressir? Jæja það kemur víst að þessu hjá okkur öllum fyrir rest og en ég ætla að reyna að vera stuttorður með þetta. Hanskarnir, skórnir, legghlífarnar og allur pakkinn er kominn á hilluna góðu. Ég vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa komið að mínum ferli og hjálpað mér að eiga geggjuð ár í boltanum kærlega fyrir samveruna, sigrana, og vináttuna í gegnum árin. Þjálfarar, dómarar, samherjar, mótherjar, Víkingur, KS siglufirði, Berserkir, Breiðablik, Valur, ÍA og Kórdrengir… TAKK FYRIR MIG!

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Young strax búinn að slá í gegn hjá Inter

Sjáðu myndbandið: Young strax búinn að slá í gegn hjá Inter
433Sport
Í gær

Mane við Salah: Veit ég átti þetta skilið

Mane við Salah: Veit ég átti þetta skilið