fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Gunnleifur tók ákvörðun eftir samtal við sitt fólk: Varð pirraður þegar hann frétti af komu Antons

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í gær þegar Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks tilkynnti að hann væri að breyta um hlutverk hjá félaginu. Gunnleifur hefur verið markvörður Blika síðustu ár, nú stígur hann til baka.

Gunnleifur fer inn í þjálfarateymi félagsins og verður varamarkvörður, Anton Ari Einarsson fær traustið sem fyrsti kostur í mark Blika. ,,Þetta hefur vofað yfir lengi, einn daginn þarf ég að hætta að spila og hætta í því hlutverki sem ég hef verið í. Mér gafst kostur á að gera þetta svona, ég er rosalega sáttur með þetta,“ sagði Gunnleifur í viðtalið við Hjörvar Hafliðason.

Gunnleifur segir það gott skref fyrir sig að fara meira inn í þjálfun, hans sé 44 ára gamall og að þetta sé rétti tímapunkturinn.

,,Ég hef lengi vitað að ég þarf að vinna við fótbolta. Ég kann voða lítið annað, ég er góður í fáu. Framtíð mín liggur í þjálfun, ég hef verið að skipta mér af öllu. Ég er með stórt hlutverk í Breiðablik sem fyrirliði og elsti leikmaðurinn, það gefst kostur á að fara inn í þetta þjálfarateymi sem er núna. Ásamt því að geta verið leikmaður áfram, en í öðru hlutverki. Ég er sáttur með það.“

Þegar Breiðablik fór af stað í haust, ætlaði Gunnleifur að vinna samkeppnina við Anton og vera fyrsti kostur í búrið hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni.

,,Ég fór af stað þannig, þegar við fórum af stað í haust. Ég ætlaði að keppa við Anton og vera markvörður númer eitt, frábær eldmóður og æfði mikið og æfi mikið. Ég hélt mínu striki, alveg frá því að þeir tóku við. Þetta hefur lengri aðdraganda, einhvertíman hætti ég. Við ræðum framhaldið, ég þarf að sinna mínu. Við urðum sammála um það, það yrði gott fyrir félagið okkar. Eins heiðarlegur og ég get, ég held að þetta sé gott fyrir félagið. Ég veit að það er gott fyrir Anton að ég stígi til baka, hann tekur stöðuna. Hann er númer eitt, ég kem til með bakka hann upp. Verð varamarkvörður og í þjálfarateyminu.“

Gunnleifur hefur átt magnaðan feril en gæti þó spilað ef Anton meiðist eða fer í bann.

,,Ég veit alveg að ég er með minn feril, leikjahæsti leikmaðurinn og allt það. Mér finnst rétt að tilkynna þetta, að ég ætli að hætta sem aðalmarkvörður. Ég hef kannski ekki spilað minn síðasta leik, Anton gæti meiðst eða farið í bann.“

Gunnleifur segir það ekki vera þannig að Óskar hafi látið hann vita, að hann yrði ekki lengur fyrsti kostur í mark Breiðabliks. ,,Mér er ekki tilkynnt af þeim að ég verði númer tvö, staðan yrði þannig að ég yrði að keppa við hann. Þetta gefur mér kost á að koma mér inn í þjálfun, get líka verið partur af hópnum. Mér finnst þetta gott skref í hjartanu, ég talaði um þetta við mitt fólk. Mér finnst gott að koma með þetta í loftið.“

Fyrstu fréttir um komu Antons frá Val, komu í júlí og það pirraði Gunnleif á miðju tímabili. ,,Í fyrsta lagi, ég var pínu pirraður. Ég viðurkenni það, ég hef ekki haft neina samkeppni af viti. Ég hef verið aðalmarkvörður, þarna kemur strákur sem á landsleiki og titla. Eðlilega fyrir mann sem er 44 ára, þá er þetta samt eðlilegt skref fyrir Breiðablik.“

Viðtal Hjörvars við Gunnleif má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Í gær

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Í gær

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina