fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
433Sport

Eiður Smári segir að Jóhann gæti þurft að fara í aðgerð: „Andlega getur þetta verið hrikalegt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. janúar 2020 14:15

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley er aftur á sjúkrabekknum. Hann tognaði lítilega aftan í læri á dögunum en gæti spilað næstu helgi, gegn Leicester.

Jóhann var nýlega kominn af stað eftir tíu vikur á sjúkrabekknum, hann tognaði illa aftan i læri. ,,Þetta eru flókin og erfið meiðsli sem Jói lenti í, það virðist ekki virka að koma sér af stað. Það þarf að fara að gerast eitthvað fljótlega,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson, á Vellinum hjá Símanum.

Eiður Smári Guðjohnsen, vonar að Jóhann Berg komist á strik og að hann íhugi það ekki að hætta að spila með landsliðinu. Til að minnka álagið.

„Hann er búinn að fara til sérfræðings í nokkur skipt, sömu meiðslin. Ef þetta eru alltaf sömu vöðvameiðslin sem taka sig upp aftur og aftur, þá þarf kannski að leita annað og fá annað álit. Hugsanlega þarf að grípa eitthvað inn í, jafnvel litla aðgerð til að fyrirbyggja að þetta komi aftur fyrir,“ segir Eiður.

„Hann er kominn inn í smá vítahring. Þetta er ekki bara erfitt líkamlega, andlega getur þetta verið hrikalegt. Ef þú meiðist illa, fótbrotnar eða eitthvað. Þá veistu nánast upp á dag hvenær þú verður í lagi. En með þrálát vöðvameiðsli, þá heldur þú alltaf að þú sért kominn í gang en brotnar niður aftur.“

Umræðan er hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo

Logi opinberar hvers vegna Ólafur fer ekki í FH – Líkir honum við Ronaldo
433Sport
Í gær

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði

Manchester City fær Aké til sín – Afar hár verðmiði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Breiðabliks kominn í samband með milljarðamæringi – Fetar í fótspor umdeilds Bretaprins og stórstjarna

Fyrrum leikmaður Breiðabliks kominn í samband með milljarðamæringi – Fetar í fótspor umdeilds Bretaprins og stórstjarna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lengjudeildin: Þetta eru markahæstu leikmennirnir fyrir hlé

Lengjudeildin: Þetta eru markahæstu leikmennirnir fyrir hlé
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“

Knattspyrnumaður reyndi að kyssa stelpu – „Þetta er ekki að fara á Instagram“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“

Kristján ósáttur með aðgerðirnar – „Drullastu í gang Þórólfur!“