Laugardagur 28.mars 2020
433Sport

Rúnar segir ótrúlega sögu úr flugi sem hann fór í á dögunum: Lentu á túni – „Héti neyðarlending annars staðar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Már Sigurjónsson, leikur með Astana í Kazakhstan þar sem gríðarleg stéttaskipting er í gangi. Miðjumaðurinn knái hefur gert það gott þar í landi.

Rúnar býr í höfuðborginni þar sem Astana spilar en hann segir landið afar stéttaskipt, þegar liðið ferðast um landið kemur ýmislegt upp úr krafsinu. Margir eru afar ríkir en fjöldi fólks glímir við mikla fátækt.

,,Þú lendir í öllu, þú færð allt það besta. Við vorum í flugi um daginn og lentum bara á túni, svo er þér bara rétt taskan út úr vélinni,“ sagði Rúnar í hlaðvarpsþættinum, FantasyGandalf.

Hugi Halldórsson og Ingimar Helgi sem stýra þættinum voru ekki alveg að skilja hlutina, lenti Rúnar bara úti á túni?

,,Við lentum bara á túni, við keyrðum á túninu í fimm mínútur, keyrðum svo á mold og svo var bara smá malbik fyrir utan flugstöðina. Þér var bara rétt taskan yfir eitthvað borð, það er bara gaman. Ólíkir menningarheimar þarna, aðalatriðið er að vera undirbúinn undir allt.“

,,Einn félagi minn, sagði að þetta héti neyðarlending annars staðar. Þarna er þetta eðlilegt, þetta er flugvöllurinn.“

Landsliðið á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“

Real Madrid hafði óvænt áhuga: Slökkti á símanum og hafði ekki tíma í kjaftæði – ,,Þá vissi ég að þetta væri alvarlegt“
433Sport
Í gær

De Gea sendi 45 milljónir til Spánar í baráttuna við kórónuveiruna

De Gea sendi 45 milljónir til Spánar í baráttuna við kórónuveiruna
433Sport
Í gær

Fjöldi liða vill blása deildina af: Liverpool yrði þá ekki meistari

Fjöldi liða vill blása deildina af: Liverpool yrði þá ekki meistari
433Sport
Í gær

Heilla bara peningarnir á Old Trafford?

Heilla bara peningarnir á Old Trafford?
433Sport
Í gær

Sá umdeildi á Old Tafford fær best borgað

Sá umdeildi á Old Tafford fær best borgað
433Sport
Í gær

Læti í Barcelona: Messi og félagar vilja ekki taka á sig 70 prósenta launalækkun

Læti í Barcelona: Messi og félagar vilja ekki taka á sig 70 prósenta launalækkun
433Sport
Í gær

Ísland og Rúmenía mætast í beinni útsendingu klukkan 16:30

Ísland og Rúmenía mætast í beinni útsendingu klukkan 16:30