fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
433Sport

Sverrir Ingi spilaði í tapi – Náðu útivallarmarki

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 22. september 2020 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK þegar liðið heimsótti Krasnodar í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

PAOK fékk vítaspyrnu á sjöundu mínútu. Dimitris Pelkas fór á punktinn en tókst ekki að skora. Hann bætti upp fyrir mistök sín á 32. mínútu þegar hann setti knöttinn í netið. Stuttu síðar eða á 39. Mínútu jafnaði Viktor Claesson metin fyrir Krasnodar með marki úr vítaspyrnu.

Á 70. Mínútu kom Rémy Cabella heimamönnum yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Sverrir og félagar þurfa að sætta sig við 2-1 tap.

Mikael Anderson byrjaði á varamannabekknum er lið hans Midtjylland heimsótti Slavia Praha í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Mikael var skipt inn á á 76. mínútu.

Leikirnir eru liður í forkeppni um laus sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fóru fram í kvöld. Síðari leikir þessara liða fara fram 30. september. Það lið sem vinnur samanlagt leikina tvo kemst í riðlakeppnina.

Krasnodar 2 – 1 PAOK

0-0 Dimitris Pelkas (7’) (Misheppnuð vítaspyrna)
0-1 Dimitris Pelkas (32’)
1-1 Viktor Claesson (39‘)
2-1 Rémy Cabella (70‘)

Slavia Praha 0 – 0 Midtjylland

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku

Algjört hrun eftir að launin fóru yfir 60 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“

Mourinho birtir mynd úr klefa Tottenham sem vekur athygli – „Tímana tákn“
433Sport
Í gær

Elías Már með tvennu í sigri

Elías Már með tvennu í sigri
433Sport
Í gær

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám

Röng greining á meiðslum Hólmberts í Noregi setti skiptin til Ítalíu í uppnám
433Sport
Í gær

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum

Gylfi Sigurðsson segir Svía og Norðmenn hafa mikinn áhuga á íslenskum ungstirnum
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA

Arnór skoraði í sigri CSKA