fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Ensk götublöð kafa ofan í líf Rúnars – Bráðaskurðaðgerð og unnustan

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex er mættur til æfinga hjá Arsenal en hann gekk til liðs við félagið í gær á fjögurra ára samningi. Arsenal hefur nú birt myndir á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem sjá má Rúnar Alex á æfingasvæði félagsins í London Colney.

Næsti leikur Arsenal er á miðvikudaginn á útivelli gegn Leicester City í enska deildarbikarnum. Möguleiki er á því að Rúnar Alex leiki sinn fyrsta leik fyrir félagið þá.

Ensk blöð eru nú byrjuð að grafa upp allt sem finna má um Rúnar Alex, þegar leikmaður gengur til liðs við eitt af stærri liðum Englands vill fólk fá að vita sem mest.

Markvörður fyrir tilviljun:
Enska götublaðið The Sun er byrjað að fjalla um Rúnar og segja að hann hafi orðið markvörður fyrir hálfgerða tilviljun. „Það síðasta sem var í huga hans þegar Rúnar var tíu ára gamall var að gerast markvörður,“ segir í grein The Sun.

Þar segir að Rúnar hafi verið efnilegur útispilari en í honum hafi sprungið botnlangi  og hann hafi þurft að fara í bráðaskurðaðgerð vegna þess. Hann fór í fótbolta fimm mánuðum síðar og tók upp hanskana ef marka má ensk blaðið.

Góðgerðarstarf í Suður-Afríku með pabba sínum og Bjarna Guðjónssyni.

Fótboltinn var í blóði hans:
Eins og við mátti búast fer The Sun yfir hver faðir Rúnars Alex er, sjálfur Rúnar Kristinsson. Rúnar er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og átti frábæran feril í atvinnumennsku. Rúnar Alex ólst upp í Belgíu þar sem faðir hans lék sem atvinnumaður „Það undirbjó mig ágætlega undir ferill minn sem atvinnumaður,“ sagði Rúnar Alex um málið.

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Góðgerðarstarf og unnustan vekur athygli
The Sun fjallar um það að Rúnar Alex sé einn af þeim knattspyrnumönnum sem tekur þátt í Common Goal þar sem leikmenn gefa eitt prósent af launum sínum í góðgerðarstarf. „Ég man eftir því úr æsku minni að mamma og pabbi voru að hjálpa fólki, stundum voru það bara litlir hlutir,“ sagði Rúnar um málið.

Ásdís Björk Sigurðardóttir unnusta Rúnar er svo einnig til umfjöllunar og segir meðal annars í fyrirsögn The Sun að hún sé „glamourous Wag“.

Rúnar og Ásdís hafa verið saman í átta ár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool

Telur að Salah sé fyrir löngu búinn að semja við annað lið en Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar