fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári: „Svona brögð eiga ekki að eiga sér stað“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 08:39

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var án efa leikur Liverpool og Chelsea. Markalaust var í fyrri hálfleik þrátt fyrir einhverjar tilraunir hjá báðum liðum. Liverpool hélt boltanum aðeins betur í fyrri hálfleiknum en Chelsea náði þó nokkuð góðum tökum á leikin undir lok fyrri hálfleiks. Rétt áður en flautað var til hálfleiks náði þó Sadio Mané að skjótast einn í gegn en var tekinn niður af danska varnarmanninum Andreas Christensen. Dómarinn gaf Christensen gult spjald fyrir brotið en eftir nánari skoðun með VAR-tækninni ákvað hann að gefa honum það rauða.

Í seinni hálfleik náði Sadio Mané að koma Liverpool yfir. Það gerði hann á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino. Fjórum mínútum síðar náði Mané að skora annað mark eftir skelfileg mistök markmanns Chelsea, Kepa Arrizabalaga. Chelsea fékk tækifæri til að minnka muninn á 75. mínútu þegar liðið fékk víti en Jorginho klúðraði vítinu og var lokaniðustaðan 0-2 sigur Liverpool.

„Chel­sea sótti ágæt­lega, vit­andi það að þeir voru að spila á móti meist­ur­un­um sem eru alltaf hættu­leg­ir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen sérfræðingur Símans efitr leik en mbl.is birtir myndband af greiningu Eiðs Smára eftir leik.

Um brot Christen­sen sem var Chelsea dýrkeypt sagði Eiður. „Hár­rétt­ur dóm­ur, svona brögð eiga ekki að eiga sér stað inni á fót­bolta­velli,“ sagði Eiður um brotið.

Umræðuna af mbl.is má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls