fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Munu Norðmenn „ræna“ vonarstjörnu Íslands?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 14:00

Mynd: Finn Lassen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Jacobsen Andradóttir ung knattspyrnukona frá Íslandi hefur verið búsett í Danmörku frá því á síðasta ári og vakið verðskuldaða athygli. Þessi 16 ára stúlka er ein efnilegasta knattspyrnukona sem Íslendingar hafa átt og er henni lýst sem „16 ára íslensk knattspyrnukona með norskt ríkisfang,“  í umfjöllun norsk fjölmiðils en ljóst er að normenn vilja eigna sér þessa efnilegu stúlku.

Þegar Amanda flutti til Danmerkur á síðasta ári gekk hún til liðs við Fortuna Hjørring en hún samdi á dögunum við FC Nordsjælland hefur nú þegar skorað sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni.

Faðir Amöndu er fyrrum framherji íslenska landsliðsins, Andri Sigþórsson en móðir hennar er norsk og sökum þess er Amanda með tvöfalt ríkisfang. Amanda hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en norskir fjölmiðlar eru byrjaðir að vekja athygli á því að Amanda gæti spilað fyrir Noreg.

,,Ég er tæknilega mjög góð, ég spila sem sóknarsinnaður miðjumaður í dag. Ég get skapað færi og skotið fyrir utan teig,“ segir Amanda í viðtali við Nfvinner.no sem er norskur miðill sem sérhæfir sig í kvennaknattspyrnu.

Amanda hefur prufað aðrar íþróttir en ástin á fótboltanum togaði alltaf í hana. „Ég prufaði fimleika og dans, það var ekki fyrir mig. Ég hef bara áhuga á fótbolta, ég æfði reglulega með strákum en iðulega með eldri stelpum.

Vefurinn fjallar svo um það að Amanda geti valið sér landslið komi að þeim tímapunkti á hennar ferli. „Það hefur gengið vel með unglingalandsliði Íslands, ef sá tímapunktur kemur þar sem ég þarf að velja mér landslið þá verður það líklega erfið ákvörðun.“

Norska landsliðið er í tólfta sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í nítjánda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert